Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 52
42 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR arríkjunum eiga kjósendur lagakröfu til slíkrar leiðréttingar síns máls, en í Englandi eða á Islandi fengist henni ekki framgengt. Þeir, sem kunnugir eru starfsháttum Góðtemplarareglunnar, munu sjá, að kosningar í Ráðstjórnarríkjunum hlíta nákvæmlega sömu grundvallarreglum sem kosningar í embætti innan reglunnar, en yfirleitt heyrist ekki kvartað um það, að kosningafyrirkomulag þessa félagsskapar sé tiltakanlega ólýðræðislegt. Annað merkilegt lýðræðisákvæði rússnesku stjórnarskrárinnar er það, að sérhverjum kosnum fulltrúa skuli skylt að gera kjós- endum grein fyrir starfsemi sinni, en kjósendur geti, hvenær sem er, svipt hann umboði með meirihlutaákvörðun, ef þeim sýnist svo (142. gr.). Á íslandi verða kjósendur, eins og kunnugt er, að sitja uppi með þingmanii í fjögur ár, hversu gróflega sem hann hefur hrugðizt trausti þeirra eða svikið kosningaloforð sín. Hér rná enn minna á atriði, sem sýnir á fróðlegan hátt, hvernig hið sósíalíska ráðstjórnarlýðræði tryggir framkvæmd lýðréttindanna, þar sem borgaralýðræðið Iætur sér einatt nægja formslega yfirlýsingu þeirra. 1 Stjórnarskrá Ráðstjórnarríkjanna er að sjálfsögðu lýst yfir fullu jafnrétti kvenna og karla. Á íslandi er ekki til neitt slíkt stjórnar- skrárákvæði, enda færi ekki vel á því, á meðan konum hér á landi eru ekki einu sinni tryggð sömu laun sem karlmönnum fyrir sörnu vinnu. í stjórnarskrá íslands er þó til dæmis lýst yfir kosninga- rétti og kjörgengi kvenna til jafns við karlmenn við kosningar til Alþingis. En hér er sitt livað formsatriði og framkvæmdar, eins og svo oft endranær á vettvangi borgaralýðræðisins, og framkvæmd þessa jafnréttisákvæðis er sú, að íslenzkar konur eiga um þessar mundir aðeins einn fulltrúa á 52 manna þingi. I Ráðstjórnarríkjun- um eru rúmlega 20% af þingfulltrúum hins vegar konur. Hér kem- ur það til greina, að ráðstjórnarlýðræðið hefur framkvæmt það, sem hið íslenzka borgaralýðræði hefur vanrækt, — breytt þjóð- félagsstöðu konunnar, svo að hún gæti átt þess kost að gefa sig að þjóðmálum og efla pólitískan og félagslegan þroska sinn. Mjög mikilvægt lýðræðisákvæði er það, sem lesa má í 109. grein stjórnarskrár Ráðstjórnarríkjanna, að héraðsdómar allir skuli kosn- ir af almenningi beinum kosningum með almennum, jöfnum kosn- ingarétti og leynilegri atkvæðagreiðslu kjósenda. Kjósendur geta,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.