Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 60
50 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Nú er að vísu ekki svo að skilja, að það sem nokkurn veginn mundi jafngilda samfylkingu allra flokka, væri með öllu óþekkt fyrirbæri í borgaralýðræðisríkjum. I Englandi sat til dæmis þjóð- stjórn að völdum stríðsárin, og um raunverulega stjórnarandstöðu var alls ekki að ræða. Beatrice Webb telur, að þetta fyrirkomulag hafi jafngilt reglulegu eins flokks fyrirkomulagi (Soviet Commun- ism, útg. 1944, XXX. bls.). Þeirri athugasemd, að hér hafi verið að ræða um fyrirbæri, sem hafi verið afsakanlegt á stríðsárunum, en ekki gæti talizt lýðræðislegt á friðartímum, má svara með því að benda á það, að svo málsmetandi fulltrúi borgaralýðræðisins sem Winston Churchill, forsætisráðherra nefndrar þjóðstjórnar, ætlað- ist til, að þetta skipulag héldist enn um nokkurra ára skeið eftir lok styrjaldarinnar, þó að hann fengi því að vísu ekki ráðið. Enginn hinna borgaralegu áróðursmanna hefur heyrzt láta í ljósi hneykslun yfir því, að þetta hafi verið ólýðræðislegt fyrirkomulag eða að Churchill hafi sýnt einræðishneigð með fyrr nefndri tillögu sinni. Það sýnir, að flokkakreddan (trúarsetningin um skilyrðislausa nauðsyn flokkabaráttu og stjórnarandstöðu á þingi) er þeim raunar ekki heilög, nema þar sem hún hentar áróðurstilgangi þeirra. Hér mætti athuga stuttlega þá alkunnu staðhæfingu, að Stalín forsætisráðherra sé einræðisherra í Ráðstjórnarríkjunum. Um þetta segir Beatrice Webh í fyrr nefndri bók (XIX.—XX. bls.): „Stalín . . . er löglega kosinn fulltrúi fyrir eitt af kjördæmum Moskvuborg- ar til Æðstaráðs (þings) Ráðstjórnarríkjanna, og sú samkunda hef- ur aftur kjörið hann einn af 30 meðlimum forsætis Æðstaráðs, sem ber ábyrgð gagnvart þinginu sjálfu. Þetta forsæti skipar ríkisstjórn- ina og ákveður stefnu hennar milli þinga. Forsætisráðherra þessarar stjórnar hafði Molotov verið árum saman og frá 1939 einnig utan- ríkismálaráðherra. Stalín, sem verið hafði aðeins óbreyttur með- ili forsætis Æðstaráðs, tók að sér embætti forsætisráðherra og land- varnaráðherra sumarið 1941 með samþykki forsætisins, er honum þótti ískyggilega horfa vegna sóknar Þjóðverja austur Úkraínu, en Molotov hélt embætti utanríkismálaráðherra. A nákvæmlega sama hátt og af sams konar styrjaldarástæðum gerðist Winston Churchill forsætis- og landvarnaráðherra með samþykki neðri deildar brezka þingsins, en Chamberlain, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.