Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 70
60 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sinnum vera orðið ljóst. hvílík ógæfa heiminum hefur stafað af því, að verklýðs- og alþýðuflokkar með svipað'a stefnuskrá hafa ekki borið gæfu til annars en berast á banaspjót í stað þess að ganga til samfylkingar? Getur nokkrum þeim lýðræðisfylgjanda, sem sann- gjarn vill vera, blandazt hugur um, að þessi hróðurlega samfylking hinna alþýðlegu framfaraafla er einmitt sannlýðræðislegt fyrirbæri, þar sem hún tryggir það, að lífsorku hinnar nývöknuðu alþýðu þessara landa verði ekki sóað í neikvæða innanstéttarbaráttu og bræðravíg afturhaldsöflunum til gagns og fagnaðar, heldur muni henni verða einbeitt að því, sem er fyrst og fremst hlutverk hvers raunverulegs lýðræðisskipulags, að bæta hag alþýðunnar á öllum sviðum, andlegum jafnt sem efnahagslegum. Sú staðhæfing, að þessi samfylking jafngildi eins flokks fyrirkomulagi, er auðvitað með öllu fráleit, nema það beri þá líka að teljast eins flokks fyrirkomulag, þegar flokkar í horgaralýðræðislöndum ganga til samstarfs og mynda samsteypustjórnir, án þess að tekið sé fyrir starfsemi and- stöðuflokka. Sé þelta eins flokks fyrirkomulag, hvað skal þá kalla núverandi stjórnarfar í Englandi, þar sem ríkisstjórnin er sannar- lega gersamlega í höndum eins flokks, sem getur farið sínu fram í hverju einu án þess að hirða urn vilja annarra flokka? Ekki er heldur vel rökstuddur sá ótti sumra manna, að þetta sé einhver ein- lit sósíalísk samfylking eða jafnvel dulbúið einræði koinmúnista- flokkanna. í Ungverjalandi er ríkisstjórnin til dæmis í höndum fjögra stjórnmálaflokka, þar sem kommúnistar eiga fjögur af ráð- herrasætunum, sósíaldemókratar fjögur, Bændaflokkurinn eitt og svonefndur „Smábændaflokkur“ níu. Þessi „Smábændaflokkur“, sem ræður helmingi stjórnarsætanna, er óneitanlega raunverulegur borg- araflokkur undir sterkum áhrifum kaþólsku kirkjunnar, fjármála- valdsins og fyrrverandi gósseigenda. Vissulega er þetta ekki tekiö fram þeim flokki til hróss, en gagnvart sumum „lýðræðissinnum“ neyðist maður stundum til, þó að skömm sé frá að segja, að færa það helzt til varnar ákveðnu stjórnarfari, að afturhaldið eigi þar ítök. Þessum aðiljum má þá verða það til huggunar í sínum áhyggj- um, að í fyrr nefndum löndum öllum er ennþá ríkjandi raunveru- legt auðvaldshagkerfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.