Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 76
66 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og það er gleðiefni hve margt hefur verið birt af því tagi á síðustu árum. Þó að sumt af því sé léttmeti og verði ekki talið til bók- mennta, þá er oftast einhvern fróðleik í því að finna sem betra er að hafa en missa og getur komið þeim að haldi sem rannsakar eða skrifar um sögu þeirrar aldar sem um er að ræða. En þegar bezt lætur geta slík rit orðið í senn listaverk og merkilegar heimildir, sígild bókmenntaafrek, sem standa jafnrétt í augum almennings hvað sem vísindalegum rannsóknum á þeim og samtíð þeirra líður. Slík rit verða aldrei mörg hjá fámennri þjóð, og ekki dugir að kasta rýrð á minni spámennina þess vegna. Það sem hér hefur verið sagt á engu síður við um útgáfur ís- lenzkra rita frá liðnum öldum. Tiltölulega fá íslenzk rit frá 16.—18. öld hafa svo mikið almennt bókmenntagildi eða eru svo læsileg að hægt sé að vænta þess að þau verði í heild sinni lestrarefni nú- tímamönnum. En í ritum þessara alda er grafinn mikill fjársjóður alls konar fróðleiks um íslenzka sögu og menningu, sem enn bíður þess að hann verði dreginn fram í dagsbirtuna. Því er full ástæða til að benda á að ekki dugir að Iáta undir höfuð leggjast að gefa út ýmis eldri rit vegna þess eins að bókmenntagildi þeirra sé ósam- bærilegt við það sem nú er krafizt af bókum. Af ritum síðari alda er meginið enn óprentað eða svo illa gefið út að með öllu er óvið- unandi. Það sem komizt hefur á prent í bókaflóði síðustu ára hefur helzt verið valið með það fyrir augum hvað seljanlegt væri, og í samræmi við það hefur því miður oft verið lögð meiri áherzla á ytri búning bókanna en á vandvirkni við útgáfustarfið. Frá sjónar- miði bókaútgefenda sem gefa út bækur til að græða á þeim er þelta ef til vill skiljanlegt, þólt ekki sé því hrósandi. En hitt er ekki vansa- laust að þeir menn sem helzt eiga að bera ábyrgð á rannsókn og varðveizlu íslenzkra bókmennta skuli ekki fyrir löngu hafa hafizt handa um eitthvert skipulag á útgáfustarfsemi á þessu sviði. Meðan svo er ekki verður afleiðingin sú, að framtakssamir útgefendur gefa út þau rit sem helzt er gróðavon í, en hin verða með öllu út undan. En skipulagt útgáfufyrirtæki sem rekið væri í þeim tilgangi að gefa út smátt og smátt allt það markverðasta af óprentuðum ritum frá fyrri öldum, ætti einmitt að nota sér sölumöguleika þeirra rita sem helzt eru við almennings hæfi lil þess að vega upp á móti kostnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.