Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 78
68 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ekkert annað en persónurnar og hættir við að gleyma samhengi þeirra við umhverfið og almenna þróun þjóðarinnar, efnahags hennar og menningar. Við þetta þrengist sjónhringurinn um of, enda verður því ekki neitað að of mikið af íslenzkri fræðimennsku er markað af þröngsýni og útúrboruhætti. Sjónarmiðin ná oft ekki út fyrir túngarð einnar persónu, einnar ættar, eins héraðs, hvað þá út yfir landssteinana. Og þó verður saga íslands hvorki skilin né skrifuð til hlítar nema fullt tillit sé tekið til almennrar þróunar ná- grannalanda okkar á sviði fjármála, stjórnmála og menningar. Vegna smæðar okkar og áhrifaleysis hefur það löngum verið svo að þeir viðburðir sem réðu úrslitum í sögu okkar áttu rætur sínar í öðrum löndum og voru afleiðingar fjárhagslegra og pólitískra breytinga sem Islendingar liöfðu engin áhrif á. Sé þessu sjónar- miði sleppt í ritum um íslenzka sögu, er hætt við að öll hlutföll raskist, myndin verði bjöguð, skorti dýpt og fjarvídd. „íslendingar vita of mikið um sögu sína í hlutfalli við það, sem þeir skilja“, segir Sigurður Nordal í Islenzkri menningu. Þessi orð ættu að vera íslenzkum fræðimönnum leiðarstjarna og aðvörun, þegar fróðleikssöfnunin sjálf er að verða þeim markmið í stað þess að vera fyrsta skrefið á leiðinni að settu marki. í stuttu máli sagt: Allur sá þjóðlegi fróðleikur, hverju nafni sem hann kann að nefnast, sem gefinn hefur verið út á síðustu árum er til einhvers nytsamlegur, ef menn aðeins gera sér Ijóst að hann er aðeins hráefni, ótilhöggnir steinar í þá byggingu sem reisa skal. Þess vegna ríður á miklu að svo vel sé frá hverjum hlut gengið sem kostur er á, því að þeim mun auðveldara verður að fella hann inn í samhengið síðar meir. Hér á eftir verður nú drepið lauslega á nokkrar helztu bækur ársins 1946, sem varða þau efni er hér hefur verið rætt um. í bókaflóði ársins sem leið var fátt um frumsamin rit sögulegs efnis, að fráskildum minningabókum. Mest þeirra að vöxtunum eru síðara bindi Skútualdarinnar eftir Gils Guðmundsson og Saga Vest- mannaeyja eftir Sigfús M. Johnsen. Um síðarnefndu bókina er rætt ýtarlega á öðrum stað í þessu hefti, svo að ástæðulaust er að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.