Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 83
MINNINGABÆKUR OG ÞJOÐLEG FRÆÐI 73 sem útgáfu á eiginhandarriti höfundar, því að allur almenningur hlýtur aö fá þá hugmynd að hér sé um útgáfu frumrits að ræða, þangað til farið er að lesa innganginn. 1 innganginum gerir útgefandi nokkra grein fyrir skoðunum sín- um á útgáfustarfsemi yfirleitt og kveður þar upp harðan dóm um textaútgáfur með nákvæmum handritasamanburði. Það er óþarfi að eyða mörgum orðum að því að hrekja þessa villukenningu sem alltaf skýtur upp kollinum öðru hvoru. Sannleikurinn er sá að fátt er þarflegra í útgáfustarfsemi en öruggar textaútgáfur, en margir gera sér ekki ljóst að þær hafa annan tilgang en útgáfur sem ætlað- ar eru til lestrar almenningi, meðal annars þann að vera traust undirstaða hinna síðarnefndu. Að miða meðferð texta við það „hver textinn í heild sinni sé skynsamlegastur“, eins og útgefandi kemst að orði, er valt, því að það er að minnsta kosti undir skynsemi út- gefanda komið hver árangurinn verður, og ef engin rannsókn á skyldleika handrita er á undan gengin, er meira en hætt við að niðurstöðurnar verði tilviljunarkenndar og ótraustar. Um útgáfuna er það auk þess að segja, að ekki verður alls stað- ar séð hvort vikið er frá handritinu, þó að útgefandi haldi því fram í inngangi. Breytinga á lesháttum handritsins er ekki alltaf getið í skýringunum; stundum eru viðbætur við texta handritsins settar í hornklofa, stundum ekki. Sá sem vill vita nánar um leshætti þess handrits sem hér er gefið út verður því enn að hafa útgáfu Sigfúsar Blöndals við höndina, ef hann á ekki þess kost að bera saman við handritið sjálft, því að í útgáfu Sigfúsar er tekinn helzti orðamunur úr þessu handriti, þó að annað handrit sé þar lagt til grundvallar. Ollum þessum missmíðum sem hér hefur verið lýst hefði mátt kom- ast hjá án verulegrar fyrirhafnar, aðeins með svolítið meiri vand- virkni, og manni finnst að jafndýr og áferðarfalleg útgáfa þessa sígilda rits hefði átt það skilið. Rit Eiríks jrá Brúnum hafa lengi verið harla fágæt og munu allt of fáum kunn, að minnsta kosti yngri kynslóðinni. Það er því hið þarfasta verk að gefa þau út í einni heild. Ferðasögur Eiríks eiga ekki sinn líka í íslenzkum bókmenntum og varla í heimsbókmennt- unum. Lýsingar hans á því sem fyrir augun bar í Kaupmannahöfn á fyrstu utanlandsferð hans sýna okkur greinilegar en langar bolla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.