Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 85
MINNINGABÆKUR OG ÞJÓÐLEG FRÆÐI 75 hann Briem liafa lagzt á eitt með forlagi og prentsmiðju um að gera þessa bók svo úr garði að hún er einhver bezt gerða bók ársins hvernig sem á liana er litið. Myndir Jóhanns Briems eru hæfilega rómantískar við efni kvæðanna og fara prýðilega í prentaðri bók — en á því er oft mikill misbrestur í myndskreytingu margra ís- lenzkra bóka frá síöustu árum. í þessari bók eru prentuð öll kvæðin úr safni þeirra Jóns Sigurðssonar og Svends Grundtvigs, Islenzk fornkvæði, að viðbættum nokkrum kvæðum sem birt hafa verið annars staðar og einu sem ekki hefur verið prentað áður. Textinn er sniðinn við hæfi almennings, öllum handritasamanburði sleppt og ýmsum gerðum kvæðanna annaöhvort steypt saman eða aðeins ein prentuð. 011 meðferð textans ber vott um smekkvísi og vand- virkni. En ekki fer hjá því að sú spurn hvarfli að manni við lestur þessarar bókar, hve lengi við eigum að bíða eftir vísindalegri heild- arútgáfu dansa og vikivaka, útgáfu sem komið gæti í stað íslenzkra fornkvæða og bætt úr því sem þar vantar, svo og leyst útgáfur Ólafs Davíðssonar af hólmi, en þær liafa aldrei verið öruggar, eins og kunnugt er. Meðan slík útgáfa er ekki til vaða þeir menn í villu og svíma sem rannsaka vilja þessar bókmenntir og gefa út úrval þeirra til almenningsnota. Merkileg nýjung í íslenzkri bókagerð er ljósprentun sú á eigin- handarriti Hallgríms Péturssonar af Passíusálmunum sem Litho- prent hefur gefið út. Lithoprent hefur þegar fengið töluverða reynslu í ljósprentun gamalla íslenzkra bóka, sem tekizt hefur vel, en með þessari útgáfu er lagt út á erfiðari braut. Að vísu var á undan gengin ljósprentun á ljóðakveri Bólu-Hjálmars, en það var bæði minna verk og auðveldara viðfangs, þar sem um svo ungt handrit var að ræða. En ekki veröur annað sagt en að þessi fyrsta ljósprentun gamals handrits hafi heppnazt svo að bæði fyrirtækið og lesendur megi vel við una. Hér skal enginn dómur á það lagður hvort ekki mætti takast að gera enn betur, enda er slíkt ekki á færi leikmanna, en handritið er vel læsilegt í ljósprentuninni, og mun í flestu skyni geta komið í stað frumritsins. Hér er hafið útgáfustarf sem vonandi á eftir að færast mjög í aukana, því að nóg er til ís- lenzkra handrita sem æskilegt væri að ljósprentuð yrðu. Dr. Páll E. Ólason ritar stuttan eftirmála og gerir þar grein fyrir ferli hand-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.