Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 89
SAGA VESTMANNAEYJA 79 mikið í lífi eyjarskeggja og ensk orð komast inn í málið. Örnefni minna enn á dvöl þeirra í Eyjum. Ledd og Kastali eru frá þeim tíma, en margt hefur vafalaust gleymzt og farið forgörðum. Þá er tekin upp lóðanotkun við fisk- veiðar. En hin hagstfeða verzlun við Englndinga var þó meginþáttur samskipt- anna. Eftir því sem tímar líða verða heimildirnar fjölskrúðugri, og þegar kemur fram á 18. öld og þó sérstaklega 19. öldina, eru fyrir hendi heimildir um alla þætti úr lífi eyjarskeggja. Höf. hefur notað og þekkt allar kunnar heimildir, en þó er mörgum merki- legum heimildum lítill gaumur gefinn, og aðeins notaðar að litlu leyti. Kirkjubækur eru þannig lítt notaðar, en það stafar af því, að höf. hefur ekki sinnt ýmsum málefnum, sem af þeim má læra. Þannig má lesa úr þeim um flutning fólksins í og úr héraðinu, dauðamein og mannalát, eftir því hvernig veðráttu og árferði hagaði til lands og sjávar. Þá má margt læra af athuga- semdum prestanna um fólkið. Voru þeir oft og tíðum nærfærnir um skaplyndi manna og gáfu á þeim fáorðar og góðar lýsingar. Einnig lýstu þessar athuga- serndir prestunum sjálfum. Einn Eyjaprestur segir þannig um tvo mormóna: Nógar húslestrabækur, en má nærri geta hversu notaðar. Kallar sig President . . . Annar prestur gefur þessa lýsingu á tveimur mönnum: Grunaður um ófrómleik. Óaðgætinn. Um kunnáttu manna eru ýmiss konar athugasemdir, og má margt af þeim læra. Þá eru upplýsingar um lestrarkunnáttuna. Einnig eru í kirkjubókunum upplýsingar um guðsorðabókaeign manna, en í uppskriftabók fyrir dánarbú má fá allmiklar upplýsingar um bókaeign almennt til fyllingar kirkjubókun- um. Og eftir að bókasafn Vestmannaeyja er stofnað árið 1862, eru í gjörðahók þess miklar upplýsingar um bókanotkun. Meðan Bjarni E. Magnússon sýslu- maður annaðist safnið hafði hann nákvæma skrá um útlán. En þessum við- fangsefnum sinnir höf. ekki, eða yfirleitt andlegu h'fi eyjarskeggja. Af manntalinu frá 1703 eða jarðabókinni frá 1704 hefur höf. engar álykt- anir dregið. Þær heimildir gefa mjög greinilega mynd af ástandinu eins og það var um þær mundir í efnalegu tilliti. Þurfamannaskráin í manntalinu tal- ar skýru máli. Þá sakna ég árferðislýsingar, þar sem rakið er árferði í Eyjum frá ári til árs eftir annálum og öðrum heimildum, og skýrslu um aflabrögð. Frá því á síð- ara hluta 18. aldar má rekja árferði og aflabrögð eftir skýrslum sýslumanna til amtmanns. Eru þær skýrslur mjög merkilegar og gefa skýra mynd af af- komu og ástandi í byggðarlaginu. Svona mætti lengi telja, en ekki verður frekar út í þá sálma farið. Þetta er mikið rit að vöxtum. Tvö bindi í stóru broti. Af titli bókarinnar virðist mega draga þá ályktun, að höf. hafi ætlazt til, að hún yrði handbók í sögu Vestmannaeyja. Því fer þó víðs fjarri, að hún sé þannig skrifuð, að hún fullnægi því hlutverki. Yfirleitt er efnismeðferðin of hraflkennd til þess. Má benda á ótal dæmi þessu til sönnunar. Ég get tekið til dæmis bæjarstjórnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.