Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 11
TIMARIT MÁLS OG RITSTJÓRAR: Kristirm E. Andrésson og Jakob Benediktsson Maí 1948 1. hofti SVERKIR KRISTJÁNSSON: Fyrir hundrað árum i Febrúarbyltingin á Frakklandi 1. í sögu mannanna ber það stunduni við, að árin virðast ekki byrja samkvæmt almanakinu. Þeir sem lifðu árið 1848 töldu það ekki hefjast fyrr en í febrúar, mánuði hinnar frönsku byltingar. Samtíðarmenn þessa árs minntust þess síðar með mjög blönduðum tilfinningum, sumir með brolli, aðrir með fögnuði. Einn af bylt- ingarmönnum Frakklands sagði svo síðar, er hann minntist 24. febrúar: „Slíkur dagur er þess virði, að maður lifi í útlegð ævi- langt.“ Þýzkir þjóðhöfðingjar kölluðu 1848 „das tolle Jahr“, árið óða, og Friðrik Vilhjálmur IV. Prússakonungur mátti muna, hve bann og aðrir stéttarbræður hans voru í lítt konunglegum stelling- um, er hann sagði: „Þá lágum við allir hundflatir!“ En jafnvel þeir, sem ekki tóku þátt í hinni miklu glímu þessa árs og horfðu á leikinn í fjarska, urðu aldrei sömu menn á eftir. Thomas Carlyle, íhaldssamur Englendingur í pólilískum efnum, en furðulega skyggn á vandamál samtíðar sinnar, gat ekki líkt tíðindum ársins 1848 við

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.