Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 12
2
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
neitt annað en innrásir Gerniana, er Rómaríki var að velli lagt
(Thomas Carlyle: The Present Time).
Vér sem lítum þessi tíðindi í Ijósi heillar aldarþróunar, sjáurn
Jiau miklu skýrar en samtíðarmennirnir. Vér skiljum margt, sem
þeim var hulið. Einkum skiljum vér betur ósigra þessara byltinga,
]>ví að þess skal strax getið, að byltingar ársins 1848 biðu allar
ósigur. Þegar fellibylnum slotaði, risu hin gömlu máttarvöld öll á
fætur aftur, kannski dálítið ringluð og ekki alveg eins kotroskin
og áður, en þó með slíku lífsmarki, að margir ætluðu, að í raun-
inni hefði ekkert skeð. Byltingin sjálf lá í valnum, kappar hennar
dauðir eða flúnir, vopn þeirra brotin, pólitískar og félagslegar
hugsjónir byltingarinnar helskotnar. Sumir samtíðarmannanna
voru þó svo langskyggnir, að ]>eir létu ekki moldviðri líðandi stund-
ar villa sér sýn og hrópuðu fullum rómi: Byltingin er dauð! Liji
byltingin! Vér sem nú lifum, vitum, að þessir menn höfðu á réttu
að standa. Osigrar byltinganna 1848 voru ekki megininntak hinna
miklu viðburða. Megininntak þessara viðburða var í því fólgið, að
þjóðfélagsleg og þjóðernisleg vandamál nútímans voru lögð fram
til úrlausnar. Byltingarmennirnir frá 1848 fengu ekki leyst þau
með þeim efnum, er þeim stóðu til boða, né með þeim hætti, er
þeim sýndist líklegastur til sigurs. En vandamálin. sem þeir glímdu
við, voru ekki með því úr sögunni. I heila öld hafa niðjar þeirra
leitazt við að leysa þessa hnúta, og suma þeirra hafa þeir livorki
leyst né höggvið enn í dag.
Febrúarbyltingin var tvíþætt að öllu eðli: þjóðjélagsleg og þjóð-
ernisleg. A Frakklandi birtist |)jóðfélagslegt eðli byltingarinnar í
skýrustu mynd. 1 fæðingarlandi sínu breytist byltingin áður en var-
ir í harðvítuga stéttabaráttu verkalýðs og borgarastéttar og lýkur
með blóðugri borgarastyrjöld milli þessara tveggja stétta og sigri
borgarastéttarinnar. Þessi þáttur febrúarbyltingarinnar er staðsett-
ur í Parísarborg, og leikurinn berst tæplega út fyrir lögsagnarum-
dæmi hinnar frönsku höfuðborgar.
Hinn þjóðernislegi þátlur febrúarbyltingarinnar birtist skýrast
á meginlandi Evrópu vestan frá Rinarfljóli austur að Vislu, norðan
frá Eystrasalti og Norðursjó suður að Miðjarðarhafi. Þó er þetta