Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Qupperneq 13
FYRIR HUNDRAÐ ÁRUM
3
ekki svo að skilja, að félagslegra átaka gæti ekki í þjóðfrelsishreyf-
ingum hinna germönsku, rómönsku og slafnesku þjóða meginlands-
ins. Stéttabaráttan gengur þar eins og þung undiralda undir brot-
sjóum þjóðfrelsishreyfingarinnar og veldur að lokum úrslitum um
örlög byltingarinnar á meginlandi Evrópu.
2.
Milli júlíbyltingar Frakklands og febrúarbyltingarinnar liðu 18
ár borgaralegs konungdæmis Loðvíks Filippusar af Orléansætt. í
júlímánuði 1830 hafði frönsk borgarastétt óttazt svo rnjög samsæri
binna afturhaldssömu hirðmanna Karls X. af Bourbonaætt, að hún
lokaði verksmiðjum sínum og vinnustofum og rak verkalýð og stúd-
enta út á götuvígin. Eftir þriggja daga viðureign var konunglaust
á Frakklandi. l'eir sem barizt höfðu á götuvígjunum hefðu helzt
kosið lýðveldið, en leiðtogum Orléanistaflokksins tókst að lauma
Loðvík Filippusi upp í konungshásæti Bourbonaættarinnar. Loðvík
Filippus var kominn af Filippusi hertoga af Orléans, bróður Loð-
víks XIV., og hafði þessi yngri grein Bourbonaættarinnar lengi litið
löngunaraugum til hásætisins. Faðir Loðvíks Filippusar hafði tekið
þátt í byltingunni 1789 í flokki þriðju stéttar, afsalað sér titli sín-
um og kallað sig Filippus Égalité og dreymt stóra drauma um að
erfa ríki hinna ófarsælu frænda sinna. Loðvík Filippus erfði bæði
drauma föður síns og ríki Bourbona. Stjórnarskrá Frakklands kall-
aði hann „konung Frakka af guðs náð og fyrir vilja þjóðarinnar“,
svo að hann mætti jafnan muna, að götuvígi Parísarborgar höfðu
lyft honum í fallvaltasta konungsstól álfunnar. En þessi þjóðarvilji
var bundinn við örlítið hrot hinnar frönsku þjóðar. Samkvæmt
stjórnarskránni skyldi þingið vera í tveimur deildum. I efri deild
sátu konungkjörnir þingmenn ævilangt, og var svo fyrir mælt,
að konungur skyldi velja þá úr hópi bankastjóra, verzlunarstjóra
og verksmiðjueiganda. Kosningaréttur til fulltrúadeildarinnar var
bundinn við svo háan tekjuskatt, að tr.ta kjósenda nam ekki nema
200—240.000 eða lr/ allra íbúa Fracklands. Til verndar þessu
fjárbundna stjórnarfari og borgaralega konungdæmi var stofnaður
borgaralegur her, Þjóðvaniarliðið. Allir skattgreiðendur Frakklands