Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 15
FYRIR llUNDRAtí ÁRUM 5 voru bældar uiður 1834 og 1839, og næstu árin á eftir gætti þeirra lítt á yfirborðinu. Flest drógu þau sig út úr virkum stjórnmálum og biðu átekta. A grundvelli þessarar flokkaskipanar lifði konungsveldi Loðvíks Filippusar og átti oft ónæðissama ævi. Fyrstu tíu ríkisstjórnarár hans sátu tíu ráðuneyti við völd. En á árunum 1840—48 sat aðeins ein ríkisstjórn að völdum, ráðuneyti Guizots. Þótt svo liti út sem stjórnarfar Frakklands sigldi öruggan byr, þá magnaðist andstaðan gegn því með hverju ári meðal verkalýðs og smáborgarastéttar, er höfðu engin pólitísk mannréttindi. I fulltrúadeild franska þingsins urðu stjórnarandstöðuflokkarnir æ harðorðari, er stjórnin vildi í engu rýmka um kosningaréttinn, og Guizot svaraði kröfum þeirra með þessum köldu orðum: Enrichez-vous, Messieurs! •— Auðgið yður, herrar mínir, þá getið þér orðið kjósendur! Meirihluta sín- um á þingi fékk ráðuneyti Guizots eingöngu haldið með mútum, kosningabrellum og embættaveitingum, og þessi skjólgarður póli- tískrar spillingar fékk hrundið hverri sókn andstöðuflokkanna. En niðri í djúpum Jrjóðfélagsins gróf ólgan um sig, hinar vinnandi lág- stéttir dreymdi um gjörbyltingu á öllum þjóðfélagsháttum, leyni- legir söfnuðir sósíalista og kommúnista vörpuðu vígorðum sínum niður í þessa eldfimu frönsku alþýðu, sem tekin var mjög að ókyrr- ast í viðskiptakreppu þeirri, er brast á 1847 og olli miklum her- virkjum í atvinnulífinu. Ný og furðuleg vígorð kvöddu þessa al- þýðu til baráttu. Okunn hönd skrifaði á hallarvegg hins franska þjóðfélags: Skipulagning vinnunnar! Rétturinn til vinnu! Febrúar- byltingin stóð fyrir dyrum. Nokkrum árum áður hafði þýzka skáld- ið Heinrich Heine skrifað í fréttapistlum sínunr frá París þessi orð: „Þessi andstæðingur hinnar frönsku ríkisstjórnar fer enn huldu höfði og hefst við eins og snauður ríkisarfi í kjallara hins opinbera þjóðfélags, í þeirn katakombum, þar sem nýtt líf ber brum og blöð í dauða og rotnun. Kommúnisminn er dulnefni þessa háskalega and- stæðings, er teflir fram drottnun öreiganna með öllum sínum af- leiðingum gegn ríkjandi borgarastétt. Það verður hræðileg hólm- ganga. Hvernig mun henni ljúka? Það vita aðeins guðirnir og gyðj- urnar, sem geta skyggnzt á bak við skikkju Skuldar. En það eitt vitum vér: þótt kommúnisminn sé lítt í tal færður og liggi á hálm-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.