Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 16
6 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fleti í leyndum híbýlum, þá er hann hin skuggalega hetja, sem mikið hlutverk fellur í skaut í harmleik nútímans, þótt um stundarsakir sé, og híður aðeins eftir kallorðinu til að ganga fram á sviðið.“ 3. Hinn 27. janúar 1848 sagði Alexis de Tocqueville, frægur fransk- ur sagnfræðingur og fulltrúi á þingi, þessi orð, er liann beindi til Guizots forsætisráðherra og stjórnarliðsins: ..Getið þér á þessari stundu gert yður nokkrar vonir um morgundaginn? Hafið þér nokkra hugmynd um, hvað verða muni að ári liðnu, eða að mánuði liðnum, eða jafnvel hvað næsti dagur muni bera í skauti sér?“ Slíkar spurningar röskuðu ekki ró Guizots og manna hans í ríkis- stjórn. Þeir sátu sem fastast í ráðherrastólunum með öruggan þing- meirihluta að baki sér. Á þinglegum grundvelli var ekki liægt að fella stjórnina, svo vel hafði hún hreiðrað um sig í hinum fámenna kjósendahópi. Það var því ekki annars kostur en að láta leikinn berast út fyrir véhönd þingsins. Og það var gert. Flokkur vinstrisinnaðra konungsmanna hafði 1847 tekið upp þann sið að halda pólitískar veizlur, þar sem minni voru drukkin og ræður haldnar fyrir rýmkun kosningaréttarins. í ársbyrjun 1848 hafði verið ákveðið að halda eina slíka veizlu í París, en innan- ríkisráðherrann hafði bannað veizluna. Fulltrúar andstöðuflokk- anna á þingi höfðu mótmælt þessu, og veizlunefndin skoraði á verkamenn og stúdenta að taka á móti þingfulltrúunum, en þá bann- aði stjórnin allar hópgöngur í París. Báðir lýðveldisflokkarnir hreyfðu mótmælum gegn þessu, en aflýstu veizlunni. Allt virtist því ætla að falla í ljúfa löð, er hinir opinberu andstöðuflokkar kvöddu menn til að hlýða banninu. Hinn 22. febrúar hafði veizlan átt að standa. Kuldi var um daginn og ísing, en kl. 10 um morguninn höfðu verkamenn farið að tínast saman á Madeleinetorgi. Köll og hróp kváðu við: Niður með Guizol! Niður með konunginn! Lifi stjórnarbótin! Þessi lýður var með öllu leiðtogalaus. Þar sást eng- inn foringi úr þingflokkum stjórnarandstöðunnar, og foringjar lýð- veldissinna, Louis Blanc og Ledru-Rolliri, er voru í ritstjórn blaðs- ins Réforme, voru þar ekki heldur staddir. Þeir höfðu þegar óttazl afleiðingar lýðkvaðningar sinnar. En þessi óvopnaði og foringja-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.