Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 18
8
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þotsmanna. Þeir kröfðust ekki lengur breytingar á stjórnarfars-
kerfinu. Þeir kröfðust félagslegs réttlætis.
Einn ráðherranna í hinu nýja ráðuneyti Thiers. Odilon Barrot,
gekk einn síns liðs á fund uppreisnarmanna og reyndi að sefa lýð-
inn. En hann fékk engu tauti við hann komið. Frá götuvígjunum
var hrópað: Niður með Thiers! Niður með Loðvík Filippus! Þegar
ráðherrann sneri aftur til þingsins voru þar komnir fulltrúar lýð-
veldismanna og kröfðust þess, að konungur segði af sér. Þá gerði
konungur það, sem hann hafði ekki gert í átta ár. Hann hélt her-
könnun með Þjóðvarnarliðinu í garði Tuileriehallarinnar. En hinir
vopnuðu borgarar heilsuðu honum með hrópinu: Lengi liji stjórn-
arbótin! Sneri þá konungur aftur inn til sín og skrifaði valdaafsal
sitt kl. 1, hinn 24. febr. Hann afsalaði sér konungsveldi sínu í
hendur greifanum af París, sonarsyni sínum. Stuttu síðar brauzt
lýðurinn inn í Tuileriehöllina, tók hásætið og hafði með sér til
Bastiljutorgsins, þar sem það var brennt á báli.
Meðan þessu fór fram sátu tvær ráðstefnur á rökstólum í París.
í ráðhúsi Parísar var haldinn hávaðasamur fundur lýðræðissinna
undir forustu blaðamanna við Réforme, Louis Blancs, Alberts verka-
manns og Flocons. Var þar kosinn nýr borgarstjóri úr flokki lýð-
veldismanna og stofnuð velferðarnefnd að hætti hinnar fyrstu
frönsku byltingar. En í þinghúsinu hittust fulltrúar löggjafarsam-
komunnar, er nú var eina löglega stofnun ríkisins, en raunar án
rikisstjórnar, mjög sundurlyndir og vissu ekki sitt rjúkandi ráð.
Hertogaynjan af Orléans var komin á fund þingsins með hinn unga
ríkisarfa, greifann af París, og var hann hylltur konungur. En í
þeiin svifum var dyrum þingsins hrundið upp og inn þustu lýðveld-
ismenn, verkamenn og stúdentar, vígmóðir eftir töku Tuileriehall-
arinnar. Forseti þingsins, konungssinnar og konungsbarnið hrukku
þá pndan, hinir þingmennirnir flýttu sér að segja Orléansættina af-
setta, en Ledru-Rollin, úr lýðveldismannaflokknum, las upp stjórnar-
listann, og lýðurinn galt við samþykki sitt. Hin nýja stjórn fór þeg-
ar rakleitt til ráðhússins til að leita samþykkis fólksins. Þar var bætt
við stjórnarlistann sósíalistum lýðræðisflokksins, Louis Blanc, Flo-
con, Marrast og Albert. Voru þeir að vísu ekki kallaðir ráðherrar,
heldur. ríkisritarar. Forseti hinnar nýju stjórnar var skáldið og