Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 18
8 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þotsmanna. Þeir kröfðust ekki lengur breytingar á stjórnarfars- kerfinu. Þeir kröfðust félagslegs réttlætis. Einn ráðherranna í hinu nýja ráðuneyti Thiers. Odilon Barrot, gekk einn síns liðs á fund uppreisnarmanna og reyndi að sefa lýð- inn. En hann fékk engu tauti við hann komið. Frá götuvígjunum var hrópað: Niður með Thiers! Niður með Loðvík Filippus! Þegar ráðherrann sneri aftur til þingsins voru þar komnir fulltrúar lýð- veldismanna og kröfðust þess, að konungur segði af sér. Þá gerði konungur það, sem hann hafði ekki gert í átta ár. Hann hélt her- könnun með Þjóðvarnarliðinu í garði Tuileriehallarinnar. En hinir vopnuðu borgarar heilsuðu honum með hrópinu: Lengi liji stjórn- arbótin! Sneri þá konungur aftur inn til sín og skrifaði valdaafsal sitt kl. 1, hinn 24. febr. Hann afsalaði sér konungsveldi sínu í hendur greifanum af París, sonarsyni sínum. Stuttu síðar brauzt lýðurinn inn í Tuileriehöllina, tók hásætið og hafði með sér til Bastiljutorgsins, þar sem það var brennt á báli. Meðan þessu fór fram sátu tvær ráðstefnur á rökstólum í París. í ráðhúsi Parísar var haldinn hávaðasamur fundur lýðræðissinna undir forustu blaðamanna við Réforme, Louis Blancs, Alberts verka- manns og Flocons. Var þar kosinn nýr borgarstjóri úr flokki lýð- veldismanna og stofnuð velferðarnefnd að hætti hinnar fyrstu frönsku byltingar. En í þinghúsinu hittust fulltrúar löggjafarsam- komunnar, er nú var eina löglega stofnun ríkisins, en raunar án rikisstjórnar, mjög sundurlyndir og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Hertogaynjan af Orléans var komin á fund þingsins með hinn unga ríkisarfa, greifann af París, og var hann hylltur konungur. En í þeiin svifum var dyrum þingsins hrundið upp og inn þustu lýðveld- ismenn, verkamenn og stúdentar, vígmóðir eftir töku Tuileriehall- arinnar. Forseti þingsins, konungssinnar og konungsbarnið hrukku þá pndan, hinir þingmennirnir flýttu sér að segja Orléansættina af- setta, en Ledru-Rollin, úr lýðveldismannaflokknum, las upp stjórnar- listann, og lýðurinn galt við samþykki sitt. Hin nýja stjórn fór þeg- ar rakleitt til ráðhússins til að leita samþykkis fólksins. Þar var bætt við stjórnarlistann sósíalistum lýðræðisflokksins, Louis Blanc, Flo- con, Marrast og Albert. Voru þeir að vísu ekki kallaðir ráðherrar, heldur. ríkisritarar. Forseti hinnar nýju stjórnar var skáldið og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.