Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 21
FYRIR HUNDRAÐ ÁRUM 11 tækjum setti stjórnin á nýa skatta, er komu mjög illa við bændur Frakklands. Þetta tiltæki varð til þess, að bændur og smáborgarar fylltust fjandskap til hins unga lýðveldis og sneru allri heift sinni gegn hinum rauðu iðjuleysingjum í París, er unnu Kleppsvinnu á kostnað skattgreiðendanna. I sama mund og hinar fjölmennu miðstéttir Frakklands fjar- lægðust lýðveldið, urðu átökin harðari í París milli múgsins og stjórnarinnar. Róttækir byltingamenn nýslopjinir úr fangelsi, svo sem Blanqui og Barbés, ráku mikinn áróður meðal verkamanna, og tortryggni þeirra gegn bráðabirgðastjórninni óx með hverjum degi sem leið. Louis Blanc tókst um miðjan marzmánuð að afstýra því, að lýðurinn velti bráðabirgðastjórninni, en hlaut það eitt að laun- um, að hægrimenn stjórnarinnar gátu boðið honum byrginn og áhrif hans rénuðu óðfluga. Vígstaða hinna róttæku flokka versnaði einnig um allan helming, er kosningar lóru fram til stjórnlaga- þingsins í aprílmánuði. Vinstrimenn höfðu barizt gegn því, að kosningar yrðu háðar svo snemma, áður en lýðveldið hefði fest rætur i huga þjóðarinnar. Úrslit kosninganna urðu hægrimönnum í hag. Sósíalistar fengu örfá þingsæti, en konungssinnar beggja konungsætta höfðu til samans á þriðja hundrað fulltrúa. Fjöl- mennasti flokkur þingsins voru hægfara lýðveldissinnar, og þessi flokkur fór með framkvæmdarvaldið. Hinn 8. maí lagði bráða- birgðastjórnin niður völd, og fól þingið þá framkvæmdarvaldið í hendur fimm manna nefnd, er öll var skipuð hægfara lýðræðis- sinnum, nema að Ledru-Rollin fékk að fljóta með úr hópi vinstri manna. í maímánuði mátti sjá það af mörgum sólarmerkjum, að til úr- slita mundi draga milli Jrjóðsamkomunnar og lýðsins í París. Um miðjan maí hafði hinum róttæku flokkum nærri tekizt að hleypa upp Jjjóðsamkomunni, en Jrjóðvarðliðið skarst í leikinn og handtók marga af fremstu leiðtogum hinna byltingarsinnuðu klúbba Parísar. En ])jóðvinnustöðvarnar ollu því, að borgarastyrjöld brast á. Hinn nýi vinnumálaráðherra, Trélat, gaf út tilskipun þess efnis, að allir ógiftir menn á aldrinum 18—25 ára skyldu ganga í herinn eða að öðrum kosti verði reknir úr þjóðvinnustöðvunuin. Allir verkamenn, er ekki höfðu búið lengur en 6 mánuði í París, skyldu einnig ganga

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.