Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 24
14 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR með því, að það veitir þeim vinnu að svo miklu leyti sem í þess valdi stendur, eða með því, að það veitir þeim styrk, sem ófærir eru til vinnu. Með svo loðnu orðalagi leysti franska lýðveldið fé- lagsleg vandamál samtíðarinnar! Stjórnarskipan sú, er þingið samþykkti að lokum, var grundvöll- uð á þeirri meginreglu, að allt vald kæmi frá þjóðinni, en skipting valdsins væri „skilyrði frjálsrar stjórnar“. Löggjafarvaldið skyldi þjóðin fá í hendur óskiptu þingi 750 fulltrúa, er kosnir væru al- mennum kosningarrétti. En framkvœmdarvaldið skyldi vera í hönd- ur forseta, er þjóðin kaus til 4 ára, og veldi hann sjálfur ráðgjafa sína. Með þessu móti var forseta Frakklands fengið geysilegt vald í hendur og umráð yfir óvígum her og stigbundinni embættis- mannastétt, er kynslóðum saman hafði verið alin upp í ströngum aga við miðstjórn ríkisins. Það gat ekki hjá því farið, að deilur mundu rísa upp milli liinna tveggja þjóðkjörnu valda, löggjafar- þings og forseta. Hitt var og auðsætt, að forseti mundi eiga sigur- inn vísan í þessari baráttu, ef löggjafarþingið væri ekki einhuga og hefði traustan meirihluta til að binda hendur forsetans. En því var ekki að heilsa. Saga lýðveldisins franska varð linnulaus upp- dráttarsýki. Flokkar þeir, er skipuðu þingið, veikluðu hver aiinan á víxl, rifu hver annan á hol, unz forsetanum varð það léttur leikur að svipta löggjafarþingið öllu valdi og sveigja það til hlýðni með ofbeldi. Hinn 10. desember 1848 gekk franska þjóðin til forsetakjörs. Ur- slit kosninganna komu flestum á óvart. Frekar lítt kunnur ævin- týramaður og pólilískur braskari af ætt Napóleons I., Loðvík Na- póleon, hlaut kosningu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Fram- bjóðendur beggja lýðveldisflokkanna biðu herfilegasta ósigur. Hinn íhaldssami lýðveldisflokkur hafði Cavaignac hershöfðingja í kjöri, og hlaut hann 1.400.000, en vinstri lýðveldisflokkurinn og sósíal- istar studdu Ledru-Rollin, og fékk hann aðeins 370.000 atkv., en Loðvik Napóleon sópaði að sér nærri hálfri sjöttu milljón atkvæða. Urslit forsetakosninganna sýndu ljóslega, að meirihluti frönsku þjóðarinnar var andvígur lýðveldinu, og fylgismenn þess voru nær eingöngu í París og öðrum stórborgum. Fjölmennasta stétt Frakk- lands, hændastéttin, hafði gefið hinum ókunna frænda hins fræga

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.