Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 27
FYRIR HUNDRAÐ ÁRUM 17 hennar og meginreglur voru lostnar banasári. í byltingum sínum hafði borgarastéttin boðað jafnrétti fyrir lögunum, jafnan rétt allra til pólitískrar starfsemi. Þessar jafnréttishugsjónir borgarastéttar- innar voru í fyllsta samræmi við það þjóðfélag, er hún hafði skap- að, þar sem frjálsir menn, jafnir að rétti, skiptast á vörum, og verkamaðurinn selur vinnuafl sitt svo sem hverja aðra vöru, jafn- frjáls að nafninu til auðmanninum sem kaupir hana. En furðuleg- ustu viðskiptateppur heftu og trufluðu frjáls vöruskipti hins borg- aralega þjóðfélags, og veruleikinn fór hörðum höndum um hinn pólitíska hugmyndaheim borgarastéttarinnar. Hinar himinbornu jafnréttishugmyndir hennar urðu að stálsoðnum vopnum í hendi verkalýðs og alþýðu, og vopnunum var mundað að hjarta borgara- stéttarinnar — eignarrétti hennar. í skelfingu hrópaði hún upp yfir sig: Frelsi, hvert leiðir þú mig? I augum horgarastéttarinnar urðu hinar þokkafullu frelsisdísir, er gætt höfðu vöggu hennar, að leið- um og ljótum nornum. Og hún sór af sér í skyndi pólitísk harna- brek sín og bernskusyndir. Febrúarbyltingin táknar fyrstu straum- hvörfin í pólitískri þróun borgarastéttarinnar, er hún hleypur frá sínum eigin frelsishugmyndum og leitar athvarfs í einræðii. '. Fyrir þá sök varð hyltingaárið 1848 örlagaár hins borgaralega þjóð- félags. II Marzbyltingin á Þfzkalandi 7. Hver sá, sem hefur blaðað lítillega í sögu vestrænna þjóða, getur ekki komizt hjá að taka eftir því, hve mjög skiptir í tvö horn um þróun Frakklands og söguleg örlög Þýzkalands, nágrannans handan Rínarfljóts. Leið Frakklands lá frá sundrungu lénsveldisins yfir í sameinað konungsveldi með styrka miðstjórn. Þýzkaland gekk öf- uga leið: frá pólitískri einingu keisaraveldis miðaldanna yfir í smá- ríkjasundrung, sem að lokurn stappaði næst pólitísku brjálæði. En alla stund orkaði Frakkland mjög á pólitíska þróun hins þýzka ríkis. 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.