Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Qupperneq 28
18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Öldum sanian hafði Frakkland unnið að því beint og óbeint að við-
halda ríkjasundrunginni í Þýzkalandi og afstýrt því að það sam-
einaðist í sterka heild. Þó vildi svo undarlega til. að Napóleon I.
Frakkakeisari átti meiri þátt í þjóðlegri sameiningu Þýzkalands en
nokkur annar maður. 1 lok 18. aldar taldi Þýzkaland um 300 full-
valda þjóðhöfðingja, en þegar Napóleon féll frá, voru þeir ekki
nema 38. Þessi 38 ríki voru árið 1815 sameinuð i Þýzka sambandið,
er var í raun réttri aðeins bandalag þjóðhöfðingja, og voru sumir
þeirra ekki þýzkir að kyni, heldur erlendir konungar. í stofnskrá
Þýzka sambandsins var því lýst yfir, að markmið þess væri „að við-
halda ytra og innra öryggi Þýzkalands og sjálfstæði einstakra
þýzkra rikja.“ Markmið sambandsins var sem sagt í því fólgið að
afstýra pólitískri sameiningu Þýzkalands og varðveita ríkjandi
stjórnarfar, er byggðist að mestu leyti á einveldi þjóðhöfðingjanna
og félagslegu valdi aðals og embættismanna. Þýzka sambandið var
því að allri gerð mjög frábrugðið þeim vonum um þjóðlega sam-
einingu og pólitískt frelsi, er þýzka þjóðin hafði gert sér. þegar
hún var kvödd lil vopna til að varpa af sér oki Napóleons I. í hinum
svokölluðu frelsisstyrjöldum 1813—1815. Þýzka þjóðin fékk von
hráðar tækifæri til að átta sig á því, hvers eðlis Þýzka'sambandið
var. Sambandsþingið var skipað fulltrúum þýzkra þjóðhöfðingja,
og hafði fulltrúi Austurríkis forsæti á þinginu. Fulltrúarnir urðu
í öllu að hlíta boðum rikisstjórna sinna, og svo var um hnútana
búið, að í öllum meginmálum gat þingið ekki gert neinar sam-
þykktir. I reynd varð Þýzka sambandið verkfæri í höndum Austur-
ríkis til að tryggja áhrifavald þcss í Miðevrcpu og bæla niður allar
pólitískar frelsishræringar i ríkjum sambandsins, einkum þær, er
báru einhvern keim af hinum hættulegu hugmyndum frönsku bylt-
ingarinnar. Þetta tókst ineð herkjulsrögðum í heilan mannsaldur.
En þótt Þýzka sambandinu væri stefnt bæði gegn hugmyndum
frönsku byltingarinnar og pólitísku forræði Frakklands á megin-
landinu, þá höfðu franska byltingin og Napóleon I. valdið slikum
umskiptum á þjóðfélagshögum Þýzkalands, að þau urðu ekki ómerk
gerð. 1 Rinarhéruðunum hafði frönsk löggjöf bundið endi á jarð-
eignaveldi aðalsins og skapað borgaralega þjóðfélagshætti. og ríkin
í Suðurþýzkalandi höfðu stæll franska löggjöf hvert með sínum