Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 29
FYRIR HUNDRAÐ ÁRUM 19 hætti. Hin suðurþýzku ríki voru svo háð frönskum áhrifum, að þau gáfu flest þegnum sínum stjórnarskrár í líkingu við hina frönsku stjórnarskrá Bourbona frá 1814, og þar urðu því kröfurnar hávær- astar urn Jjingbundna stjórn og sameiningu Þýzkalands. Það er eitt sérstæðasta einkenni hinnar þýzku þjóðfrelsishreyfing- ar á árunum 1820—1840, hve hún er akademísk, bundin háskólun- um sterkum böndum. Hinn ríki háskólablær þýzku þjóðfrelsishreyf- ingarinnar stafar af ])ví, að sú þjóðfélagsstétt, sem staðið hefði næst að berjast fyrir pólitísku frelsi og Jjjóðlegri sameiningu, borg- arastéttin, var enn ekki farin að sparka af sér reifunum. Hún hafði hvergi nærri náð því atvinnulega valdi, sem borgarastéttir Frakk- land og Englands höfðu aflað sér. Á fyrra hluta 19. aldar markaði smáborgarastéttin allt Jrjóðfélagsh'f í iðnaði og verzlun, svo sem ljóst verður af atvinnuskiptingu þýzku þjóðarinnar á þessum árum. Iðn- aðarmeistarar með 1 eða 2 sveina í brauði sínu eru algengastir, og sama máli gegnir um kaupmannastéttina. Úti á landsbyggðinni drottnuðu aðalbornir stórjarðeigendur í flestum héruðum austan Elbu yfir mállausri hjörð smábænda og sveitaverkamanna, og at- vinnuháttum þessara stétta var svo þröngur stakkur skorinn, að efnaleg nauðsyn rak þær ekki til að krefjast þjóðlegrar sameining- ar né pólitískra mannréttinda. Þó var þetta óðum að breytast, eink- um í Rínarbyggðum, þar sem prússnesk stórborgarastétt rís upp um miðbik aldarinnar. Fram að 1840 eru því háskólarnir miðstöðv- ar Jjjóðfrelsishreyfingarinnar. Stúdentarnir mynda með sér alþjóð- arsamtök, Burschenschaften, sem sameina innan vébanda sinna stúd- enta úr öllum þýzkum landshlutum. I þessum nýju stúdentafélögum þroskaðist þýzk ])jóðernisvitund. Menn gengu í kristilegum germ- öíiskum klæðum og báru svarta, rauða og gula fánaliti, að hætti sjálfboðaliðanna 1813, sungu þjóðleg kvæði og drukku full föður- landsins. Þjóðfrelsishreyfing þessi var oft og tíðum ekki annað en venjuleg stúdentaærsl, sem í hæsta lagi röskuðu svefnró þýzkra broddborgara. En þau voru þó nóg til þess, að Metternich, kanslari Austurríkis, fékk þýzka þjóðhöfðingja til að ganga að hinum svo- kölluðu Karlsbadsamþykktum 1819. Samkvæint þeim voru stúd- entafélögin bönnuð, eftirlitsmenn voru skipaðir við alla háskóla til að njósna um atferli og hugsanir stúdenta og prófessora, en hlöð

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.