Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 30
20
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og bæklingar sett undir ritskoðun. Þýzka bandalagið skipaði 7
manna eftirlitsnefnd í Mainz til þess að rannsaka hverskonar fé-
lagsskap lýðæsingamanna.
Þessi rosalegi vígbúnaður Þýzka sambandsins gegn stúdentum
hefði í raun og veru verið aðeins broslegur, ef annað og meira hefði
ekki búið undir. En Metternich ætlaði sér um leið að koma höggi
á hina frjálslyndu hreyfingu í þeim ríkjum Þýzka sambandsins, er
bjuggu við þingbundið stjórnarfar og þar sem málfrelsi var að
minnsta kosti að nokkru leyti tryggt á ráðgefandi þingum. Þetta
tókst þó ekki fyrst í stað, og því urðu hinir akademísku borgarar
að taka við löðrungunum. En júlíbylting Frakklands 1830 ýtti undir
þjóðfrelsishreyfingu Þýzkalands, og nokkur fleiri ríki í Þýzka sam-
bandinu þorðu ekki annað en að gefa þegnum sínum stjórnarskrá
og ráðgefandi þing, svo sem Braunschweig, Hessen-Kassel, Saxland,
Hannover o. fl. Tveimur árum síðar samþykkti Þýzka sambandið
að skipa nefnd, er hafa skyldi eftirlit með starfsemi ráðgefandi
þinga, er sett höfðu verið á stofn í einstökum ríkjum. Pólitísk félög
og samkomur voru bönnuð, engin skyldi mega gróðursetja frelsis-
tré né bera pólitíska fánaliti eða önnur einkenni. Ef þegnar einhvers
ríkis neituðu að greiða lögboðna skatta, skyldi sambandið kúga þá
til hlýðni með hervaldi. Með þessum ráðstöfunum tókst að færa
þýzka þjóðfrelsishreyfingu í fjötra hin næstu ár. En eftir 1840 tekur
aftur að lifna yfir henni. Þá eru það ekki lengur umkomulausir
stúdentar og prófessorar, er bera hana uppi, heldur rísandi stór-
borgarastétt, sem krefst atvinnufrelsis og stjórnmálafrelsis á grund-
velli sameiginlegs föðurlands. Þá fyrst fékk hin þýzka þjóðfrelsis-
hreyfing svo mikinn byr undir vængi, að hin gömlu máttarvöld
Þýzka sambandsins gátu ekki kæft hana með tukthússsamþykktum
sendiherra sinna.
8.
Febrúarbyltingunni hefði ekki tekizt að vekja þýzku þjóðina,
hinn þungsvæfa Mikkael með nátthúfuna niður fyrir augu, ef bylt-
ingaröflin hefðu ekki verið búin að vinna verk sitt í kyrrþey. Bylt-
ingar verða yfirleitt ekki fluttar í önnur lönd nema að jarðvegur