Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Blaðsíða 31
FYRJR IIUNDRAÐ ÁRUM
21
sé íyrir þær þar. Hið þýzka þjóðfélag var hlaðið félagslegum og
] jóðernislegum andstæðum, er hlutu að síga saman í trylltum leik,
þegar minnst varði. Prússneska borgarastéttin gerðist æ djarfmálli
við konung sinn, sem virtist ekki enn hafa áttað sig á því, að dagar
Friðriks Barbarossa voru ekki lengur. I aprilmánuði 1847 hafði
Friðrik Vilhjálmur IV. Prússakonungur orðið að kveðja fulltrúa
stéttanna á landsþing til að biðja þá um að veita stjórninni trygg-
ingu fyrir láni lil járnbrautarlagninga. Við það tækifæri komst
konungur svo að orði í hásætisræðunni: „Aldrei mun neinn mann-
legur máttur fá Mig til að breyta samskiptum þjóðar og þjóðhöfð-
ingja í venjubundin, þingbundin samskipti, og Eg mun aldrei játast
undir það, að ritað blað muni komast upp á milli drottins vors á
himrium og þessa lands, eins og önnur forsjón, til þess að stjórna
með lagastöfum sínum og koma í stað binna fornu, heilögu tryggða-
banda.“ En fulltrúarnir höfðu hugsað sér að leggja allt önnur bönd
á stjórnina. Þeir kröfðust prentfrelsis, reglubundinnar þingsetu og
eftirlits með fjárhagnum. Og er ekki dró saman með þingi og stjórn,
sendi konungur þingið heim.
Væri ekki friðvænlegt um að litast í Prússlandi, þar sem borgara-
•stéttin bjó sig til að kollvarpa einveldinu, þá var hagur Austur-
ríkis enn verri. í október 1847 komst Metternich, hinn aldraði
kanslari Austurríkiskeisara, svo að orði, að Austurríki væri hel-
sjúkt ríki, mein þess yrði ekki læknað. Það voru hörð orð í munni
þess manns, sem um nærri mannsaldursskeið hafði kallað sig lækn-
inn á spítala álfunnar! Hið víðlenda Dónárríki Habsborgara drotn-
aði yfir nærri 38 milljónum manna. Af þeim voru aðeins rúmar 7
milljónir af þýzku kyni, hinir voru um 17 millj. Slafa, rúmar 5
millj. Itala, 5 millj. Ungverja og um 2 millj. Rúmena, auk fjölda
annarra þjóðabrota. Svo kostnaðarsamt var þetta stórveldi orðið,
að því lá við gjaldþroti og lifði að nokkru leyti á náð Rothschild-
ættarinnar. Það var vitað, að hinar sundurleitu þjóðir Dónárríkis-
ins mundu flestar ef ekki allar hefja uppreisn og krefjast sjálfstæðis
eða sjálfsforræðis á þeirri stundu, er sameiningarmál Þýzkalands
kæmist á dagskrá. Og því var ekki nema eðlilegt, að Austurríki
héldi Þýzka sambandinu í járngreipum og kæfði í fæðingunni sér-