Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 33
FYRIR HUNDRAÐ ÁRUM
23
samþykktir Undirbúningsþingsins að lögum, og ríkisstjórnir hinna
þýzku landa framkvæmdu þær.
Kosningar til Þjóðsamkomunnar fóru fram í apríl og var hún sett
hinn 13. mai 1848 í Pálskirkju í Frankfurt am Main. Fulltrúarnir
voru um 580 þegar mest var, úrvalslið þýzkra miðstétta, en einkum
bar niikið á prófessorunr og rithöfundum. Frægustu menn þýzkrar
sagnfræði og lögvísi voru þarna saman komnir, svo sem Dahlmann
og Waits, Droysen og Gervinus. Jakob Grimm, málfræðingurinn, og
skáldið Ludwig Uhland. En eftirtektarvert er það, að stéttir iðn-
aðar og verzlunar höfðu þar færri fulltrúa en liklegt var. Fulltrúar
Þjóðsamkomunnar bjuggu yfir miklum lærdómi og mannviti, þýzka
þjóðin hafði ekki valið af verri endanum, er hún kaus sér fulltrúa
í fyrsta sinn til að leggja grundvöll að stjórnarfari hins nýja þýzka
i'íkis. En hins skal strax getið, að aumari byltingarmönnum en
þessum sonum Mínervu er leitun á í allri veraldarsögunni. Sagan
bafði skipað þeim í fylkingarbrjóst þýzku byltingarinnar, þar sem
dirfska og aftur dirfska, svo að orð Dantons séu uotuð, voru brýn-
asta nauðsyn dagsins. En í stað þess að taka forustu byltingarinnar
í sínar hendur breyttu þeir þjóðsamkomunni í fræðilegan rökræðu-
klúbb, meðan lífið sjálft rann eins og sandur úr greipum þeirra.
Þjóðsamkoman í Pálskirkjunni í Frankfurt am Main er grátbros-
legasti hrakfallabálkur, sem um getur í síðari tíma sögu. Þetta mann-
val þýzku þjóðarinnar hafði stefnt hér til fundar til að gefa henni
stjórnlög, en það var með öllu valdalaust. Tilveruréttur þingsins var
eingöngu siðferðilegur réttur, sem hin gömlu máttarvöld fyrirlitu
og hæddust að, og þessi réttur molnaði undan fótum þess með hverj-
um degi er leið.
Fyrsta verk Þjóðsamkomunnar var að stofna nýtt Sambandsráð.
Þingnefndin lagði til að skipað yrði ráð þriggja þjóðstjóra, en
það var fellt, sömuleiðis lillaga frá lýðveldissinnum, að þjóðsam-
koman kysi framkvæmdaráð úr sínum eigin hópi. Loks var sam-
þykkt að kjósa Jóhann erkilierloga aj Austurríki til ríkisstjóra, en
hann var sá eini af fjórum austurrískum erkihertogum, sem ekki
hafði farið alveg varhluta af frjálslyndisstefnu tímans. Erkiher-
toginn myndaði ríkisstjórn með sjö stjórnardeildum, er fóru með
dómsmál, innanríkismál, utanríkismál, hermál, fjármál og verzlun.