Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 34
24 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR En allar þessar stjórnardeildir voru ekki annað en nafnið eitt og valdalausar'með öllu. Það var ekki að ófyrirsynju, að þýzkir gár- ungar kölluðu hinn nýbakaða ríkisstjóra „Jóhann landlausa“. Þingið tók fyrst til umræðu það, sem flestir eða allir gátu komið sér saman um: hin almennu frelsisréttindi eða „grundvallarréttindi“ þýzku þjóðarinnar. Réttindi þessi voru flest tekin úr stjórnarskrá Belgíu 1831: allir skyldu vera jafnir fyrir lögunum, dómarar óháð- ir, sjálfstjórn sveitar- og bæjarfélaga, þing í hverju ríki hins þýzka ríkjabandalags, ritfrelsi, málfrelsi, trúfrelsi, fundafrelsi o. s. frv. Ætla mætti, að Þjóðsamkoman hefði getað afgreilt. þessi almennu réttindi á skaplegum tíma, en það tók hina lærðu menn hvorki meira né minna en þrjá mánuði að létta á sál sinni áður en þeir fengi lokið fyrstu umræðu. Stundum bar þó við, að Þjóðsamkom- an varð að fara ofan úr háloftum mannréttindanna og sinna mál- efnum jarðarinnar, en þá kom jafnan í ljós, að fulltrúarnir voru .óbreyttir þýzkir smáborgarar af þessum heimi, ragir í raun og reiðubúnir til að beygja hjá, þegar sóknin var hin eina sáluhjálp. Þegar grundvallarréttindum þýzkrar þjóðar hafði verið komið heilum í höfn, tók við vandamálið mesta. Menn voru orðnir ásáttir um, að löggjafarvaldi hins nýja ríkjabandalags skyldi skipt milli ríkisráðs, er kosið yrði til 6 ára af ríkisstjórnum og fulltrúaþing- um hinna einstöku ríkja, og ríkisþings, er kosið skyldi almennum kosningarrétti til þriggja ára. En hvað átti lögsagnarumdæmið að ná langt, og hver skyldi hafa framkvæmdarvaldið í hinu nýja ríki? Það þurfti ekki annað en ympra á þessu atriði, er hið mikla póli- tíska vandamál þýzkrar þjóðarsameiningar reis upp í aldafornum stórveldaandstæðum Prússlands og Austurríkis. Hvað var Þýzkaland í huguin Þjóðverja um miðja 19. öld? Flest- ir þeirra hefðu svarað því með orðum Arndts: Soweit die deutsche Zunge klingt —- svo vítt sem þýzk tunga er töluð. Langflestir Þjóð- verjar marzbyltinganna gátu ekki sætt sig við þá tilhugsun, að hinir þýzku hlutar Austurríkis yrðu skildir frá allsherjarríki Þjóðverja. En hér var við mikinn vanda að fást. Hvorki Austurríki né Prúss- iand voru eingöngu þýzk ríki. Prússland hafði innlimað mikinn fjölda Pólverja, þar sem var Pósen og önnur forn pólsk héruð, og Austurríki var sannkallað þjóðafangelsi, þar sem milljónir

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.