Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Qupperneq 35

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Qupperneq 35
FYRIR HUNDRAtí ÁRUM 25 manna af erlendu þjóðérni fengu ekki að Iifa frjálsu þjóðlífi. Nú var meirihluti Þjóðsamkomunnar því andvígur. að hið nýja ríki Þjóðverja væri margra þjóðerna. Stjórnarskrá þjóðsamkomunnar var fyrst og fremst miðuð við þjóðríkið — í samræmi við hugsunar- hátt frjálslyndra stjórnmálamanna aldarinnar. Þjóðsamkoman gat teygt sig það lengst. að aðrar þjóðir væru í konungssambandi við ])jóðhöfðingja hins nýja þýzka ríkjabandalags. En þetta fullnægði ekki Austurríki og styggði Prússland. Hvor- ugt þessara ríkja fékkst til að afsala sér landshlutum, er þau höfðu fengið með góðu móti eða illu — og að því er Austurríki snerti kom þetta ekki til mála. Þá hefði Habsborgurum verið brugðið. Austurríkiskeisari ætlaði ekki að fórna fornum löndum krúnunnar fyrir keisarakórónu prófessoranna í Pálskirkjunni. Og enn síður var hann fús til þess að gerast landstjóri í þýzku Austurriki undir herradómi Prússlands. Þessum andstæðum hinna þýzku stórvelda laust eins og þrumufleyg niður á Ólympstind Þjóðsamkomunnar í Frankfurl og skipti þar flokkum, í fylgismenn Austurríkis, Stór- Þjóðverjana, og áhangendur Prússlands, Lillu-Þjóðverja. Þjóðsam- koman hafði um tvennt að velja: að taka öll lönd Austurríkis inn í hið nýja ríkjabandalag og rjúfa þannig einingu þess og sam- heldni, eða að vísa Austurríki á bug og rjúfa þannig þjóðernislega einingu hins nýja ríkjabandalags. Til var að vísu þriðji kosturinn, þótt lítt væri honum á lofti haldið á fundum Þjóðsamkomunnar: það var stefna hinna róttækustu lýðveldissinna Þýzkalands, svo sem hún var boðuð í Neue Rheinische Zeitung, blaði kommúnista og lýðræðismanna þeirrar tíðar, Marx og Engels. Þeir heimtuðu þýzkt lýðveldi, eitt og óskipt, afnám hinna einstöku þýzku landa og Iandshluta, og frelsi handa þeim þjóðum, er Austurríki og Prúss- land héldu í ánauð. En þessi stefna átti litlu fylgi að fagna á Þjóð- samkomunni. í deilunni milli Austurríkis og Prússlands varð sú lausnin ofan á, að bjóða Prússakonungi kórónu hins nýja Þýzkalands og titilinn Keisari Þjóðverja. Þetta var 28. marz 1849. Réttum mánuði síðar neitaði hann að taka við kórónunni úr hendi þegna sinna. Þá hafði Austurríki kvatt fulltrúa sína heim af Þjóðsamkomunni, og Frið- rik Vilhjálmur IV. þorði ekki að brjóta erfðareglur hins heilaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.