Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Blaðsíða 36
26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
rómverska ríkis þýzkrar þjóðar, að keisarinn þáði kórónu sína af
þjóðhöfðingjunum einum. Hann vildi ekki þiggja það höfuðdjásn,
er þjóð hans rétti honum af götuvígjunum. Og nú leið að endalok-
um Þjóðsamkomunnar. Það urðu ekki aðrir en nokkrir lýðveldis-
menn til að verja með vopni í liönd stjórnarskrá hinna lærðu lög-
vitringa. I Rínarhyggðum, í Breslau, Königsberg, Dresden og Baden
reis þýzk alþýða lil varnar þeirri stjórnarskrá, er hinir vísu höfðu
samið og hinir voldugu vildu ekki nýta. I Stuttgart sátu 105 full-
trúar Þjóðsamkomunnar nýtt þing lil að reyna að halda uppi
heiðri verksins. En nú var svo komið, að ekki var lengur hægt að
blása lífsanda i það. Hinn 18. dag júnímánaðar 1849 ráku hennenn
hans hátignar í Wúrtemberg síðustu leifar Þjóðsamkomunnar í
Frankfurt am Main heim lil kynna sinna.
10.
En þá voru einnig dagar hinnar þýzku byltingar allir. Sigrar
hennar og ósigrar á meðan Þjóðsamkoman skráði gullna stafi hins
germanska frelsis eru fljótt taldir.
Hinn 18. og 19. marz 1848 hafði Friðrik Vilhjálmur IV. orðið
að beygja höfuð sitt frammi fyrir líkbörum þeirra, er fallið höfðu
í götubardögum Berlínar. Hinn 21. marz lók Prússakonungur sér
frjálslynt ráðuneyti, 22. maí kom Þjóðsamkoma Prússlands saman
í Berlín og samdi nýja stjórnarskrá og svipti konung guðsnáðinni
úr titli hans. En þegar Þjóðsamkoman hafði svipt hann náðinni,
svipti konungur hana völdunum og hleypti þinginu upp með her-
valdi 5. desember 1848. Þá var Prússland gengið úr leik og herir
þess slökktu hverja uppreisnarglætu frá Königsberg suður í Baden.
I Austurríki varð aðgangur harðari. Hinn 13. marz hófust óeirð-
ir í Vínarborg, og daginn eftir varð Metternich, hið aldna goð
hins evrópska afturhalds, að flýja land. Ný uppreisn gaus upp í
Vín hinn 15. maí og kom á frjálslegri sljórnarskrá og almennum
kosningarrétti, en keisarinn flýði með hirð sína til Innsbruck.
Og nú risu upp hinar mörgu erlendu þjóðir, er Habsborgaraættin
hafði safnað í laup sinn, og kröfðust sjálfsforræðis. Tékkar risu
gegn Þjóðverjum, Suðurslafar gegn Ungverjum, Ungverjar og
ítalir gegn hinu austurríska ofurvaldi. En eftir fyrstu hrinuna tók