Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 41
HENRY WALLACE: Hvers vegna ég býð mig fram Grein sú sem hér fer á eftir er þýcld úr ameríska tímaritinu New Republic, 5. jan. þ. á. Hún er fyrsta greinargerð Henry Wallaces fyrir framboði sínu til forsetakjörs í Bandaríkjunum á hausti koin- anda, en þar sem íslenzkar hlaðafregnir um Wallace og stefntimál Itans hafa verið heldnr fátæklegar, þótti rétl að hirta grein þessa í heilu lagi. Ég er sannfærður unt, að nú er kominn tími til, að óháðttr fram- bjóðandi verði í kjöri við forsetakosningarnar. Ég trúi á sigurvonir lýðræðisins í heiminum. Ég trúi því, að þessar vonir geti rætzt hér í Bandaríkjunum og nteð öllum þjóðum, og á vorum tímum. En ég sé þessum vonum búna hættu af núverandi stefnu þjóðmálanna. Mig hefur hryggt að sjá auðugustu, voldugustu, og að mínum dómi glæsilegustu jrjóð heimsins tröllriða af ótta. Vér einir af öll- titii þjóðum heimsins tölum nú eins og dómsdagur vofi yfir. Vér óttumst stríð. Vér væntum kreppu. Vér búumst við, að Randalag sameinuðu þjóðanna sundrist og að heimurinn skiptist í tvæi fylk- ingar. Heim, sem játa, að þetta allt sé satt og hæla við: Nú er bezt að híða átekta, — vil ég svara: Vér getum ekki beðið: farsæld Bandaríkjamanna krefst þess, að vér hefjumst nú handa. Verkamenn vorir óttast um atvinnu sína. Þar eð raunverulegt verkakaup þeirra minnkar með hækkandi verðlagi, rýrna lífskjör þeirra jafnt og þétt, og þeir finna líka þunga nýrra skuldabyrða. Mæðurnar og þeir synir þeirra, setn eru enn á skólaaldri, óttast herskylduna, sem nú nálgast óðum og mun neyða milljónir banda- rískra drengja lil að eyða heilu ári af ævi sinni til einskis gagns. Kaupmennirnir óttast hverfulleik markaða sinna. Margar þúsund- ir óháðra smáframleiðenda fá nú tneira en nokkru sinni áður að kenna á yfirgangi Itinna voldugu einokunarhringa.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.