Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Page 45
HVERS VEGNA ÉG BÝÐ MIG FRAM 35 Street, studd af hernaðarklíkunni og kostuð af friðsömum borgur- um, — hefur brugðizt. Fyrsta láni okkar, — sem Bandaríkjamönn- um var sagt, að væri aðstoð til viðreisnar, — hefur verið eytt í vopn til að uppræta fáein þúsund skæruliða. Samt eru skæruliðarnir öfl- ugri nú en nokkru sinni fyrr. I stað hvers skæruliða, sem fellur fyrir bandarískri byssukúlu, koma tíu aðrir, tilknúnir af grimmdarverk- um og spillingu hinnar grísku stjórnar, sem bandaríska utanríkis- ráðuneytið hefur stofnað. Bandaríkin eiga miklum vinsældum að fagna meðal annarra þjóða, en ekki þrotlausum. Og ég fullyrði, að flokkseinræðið okkar sé að koma fyrir kattarnef þeim vinsældum og þeirri siðferðilegu forystu, sem Bandaríkin hafa áunnið sér á liðnum öldum og áttu enn undir stjórn Roosevelts. Áætlun um aðstoð við Evrópu, grundvölluð á hugmyndinni um að heyja baráttu við Rússland og kommúnismann, mun valda þrot- lausri sóun á auðæfum Bandaríkjanna. Kommúnistarnir í Frakk- landi og á Ítalíu, sem hafa hlotið mikið fylgi við allar kosningar eftir stríðið og hefur verið bolað með bandarískuin dollarara-undir- róðri út úr ráðherraembættum, sein þeir höfðu hlotið á lýðræðis- legan hátt, — munu gera kjánalegar en skiljanlegar ráðstafanir til að vinna bug á bandarísku aðstoðaráætluninni. Um síðir, þegar þeir, sem stjórna bandarískum utanríkismálum, hafa tengt enn fleiri leyniskilmála við aðstoðina frá oss, munu sósíaldemokratarnir og aðrir snúast gegn oss. Loks mun. tauga- stríðið verða að raunverulegu stríði, — sprengjum verður varpað, og hermenn munu liggja í heimskautalaiidabúningum í rússneska snjónum. Oháð stjórnmálasamtök Eg endurtek, að aðstoðaráætlun vor verður að vera laus við pólitíska íhlutun, og þess vegna ættu framkvæmd- irnar að fara fram á vegum Sameinuðu þjóðanna. Vér getum ekki vænzt þess, að núverandi leiðtogar flokkanna tveggja, sem hafa hvað eftir annað gengið fram hjá Sameinuðu þjóðunum, beiti sér fyrir því ráði. Og ég endurtek, að aðstoðaráaitlunin verður að vera tengd skyn- samlegri skijiulagningu og eftirliti hér i Bandaríkjunum. Taki.-t ckki

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.