Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 46
36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
að hafa hömlur á verðbólgunni hér, getur það valdið endurfæð-
ingu einangrunarstefnunnar, sem getur svo ónýtt alla viðleitni til
að sameina þjóðir heimsins.
En að þessu virðist stefnan beinast núna, og af því að núverandi
stefna leiðir til háska, getum vér ekki beðið. í tvö ár höfum vér haft
sannanirnar í höndunum og verið að reyna að vekja skilning flokk-
anna tveggja á hinni bráðu nauðsyn þess að gera ráðstafanir til
að koma í veg fyrir verðbólgu. I heilt ár höfum vér beðið árangurs-
laust eftir því, að þessir flokkar sýndu einhver merki um, að þeir
væru fúsir til að vinna í nýjum anda að eflingu heimsfriðar og að
auknum skilningi milli þjóða. En leiðtogar tveggja flokka blakkar-
innar hafa ekki vikið frá grundvallarstefnu sinni, — að vinna að
sundrungu í heiminum. Hingað til höfum vér grundvallað ákall
vort á því augljósa eiginhagsmunamáli allra Bandaríkjamanna að
gera sjálfsagðar og nauðsynlegar ráðstafanir til að forðast verð-
bólgu og alþjóðlega kreppu. Nú skilst oss, að þetta ákall, sem beint
var til hinna eigingjörnu sérhagsmunaklíku, er drottnar yfir nú-
verandi flokkum, — er til einskis. Hið eina, sem hún getur skilið,
er mótspyrna þjóðarviljans. Og sú mótspyrna verður nú að vera
skipulögð, markviss mótspyrna; skipulögð í framsæknum stjórn-
málasamtökum, sem stefna að allsherjar-framförum.
Einokunarhringarnir
Nauðsynlegt er að varpa skýru ljósi á þau
föstu tök, sem forstjórar einokunarhringanna hafa á þjóðlífi voru,
— til þess að unnt sé að vinna bug á þeim ótta, sem vakinn hefur
verið af ráðnum huga og stöðugt færist í vöxt, og skapar landi voru
daglega nýjar hættur.
Aðalatriðið er, að stjórn lands vors er ekki í höndum fólksins,
heldur í höndum tiltölulega fárra auðmanna. Aðaláhugamál stjórn-
arinnar, eins og hún er nú samsett, er ekki farsæld almennings,
heldur forréttindi iðnaðar- og fjármálakónga. Þessir „kóngar“ ráða
yfir báðum flokkunum. Ég varð að sitja í sæti Herberts Hoovers og
Jesse Jones, sem verzlunarráðherra, til að skilja raunverulega véla-
brögð aðalkónganna.
Hvorki Repúblikana- né Demokrataflokkurinn geta unnið að far-