Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 48
38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAK
meira en þriðjung af eignum allra hlulafélaga. Árið 1935, eða um
það bil, áttu þau meira en 55%.
Árið 1938 sagði Roosevelt forseti i boðskap til Þjóðþingsins:
„Frelsið er ekki öruggt í lýðræðisríki, ef fólkið lætur viðgangast,
að veldi einstaklinga vaxi svo, að það verði máttugra en hið lýð-
ræðislega ríkisvald þess. Það er raunverulegur fasismi.“ Og hann
bætti við þessum viðvörunarorðum: „Á meðal vor er nú að þróast
samsteypa einstaklingsvalda, sem á ekki sinn lika í sögunni“.
Á stríðsárunum og síðan hefur þessi þróun verið svo miklu örari
cn nokkurn tíma fyrr, að nú má segja með sanni: Aldrei áður í
sögu heimsins hafa svo fáir átl svo rnikið á kostnað svo rnargra.
Báðir stóru flokkarnir eru dyggir þjónar hinna fáu, sem eiga
svo mikið á kostnað hinna mörgu. Báðir réðu niðurlögum verð-
lagseftirlitsins, báðir styðja utanríkismálastefnuna, — samþykktu
Taft-Hartley-frumvarpið, vilja láta reisa Þýzkaland við. Núverandi
stjórn lætur sem hún sé mótsnúin sumum þessara aðgerða, en hefur
hvorki vilja né mátt til að heyja baráttu við peningavaldið.
Þriðji ílokkurinn
Franklín Roosevelt tóksl með snilldarlegustu
stjórnmálaaðferðum, sem sézt hafa í Bandarikjunum, að samræma
Demokrataflokkinn aftur meginreglum þeirra Jeffersons, Jacksons
og Wilsons. Hann kunni lagið á afturhaldsseggjunum í Suðurrikj-
unum, gat knúið stórlaxa flokksins til fylgis við sig, —- og kom á
sáttum milli ólíkustu sérhagsmunasamtaka ýmissa héraða, trúflokka
og kynþátta, þegar hann leitaði stuðnings hjá fólkinu handa fram-
faramálum sínum. En er Roosevelt lézt, stóð ekki á hræfuglunum
að fara á kreik. Á mjög stuttum tíma tortímdu þeir að heita mátli
öllu, sem hann liafði borið fyrir brjósti, — en héldu þó áfram
augnaþjónustu sinni við meginreglur hans og stefnuskrá.
Demokratar jafnt sem Repúblikanar standa þögulir, þegar þeir
hjálpa ekki beinlínis til við og róa undir ógildingu stjórnarskrár-
innar og mannréttindalaganna. Hvorugum flokknum virðist vera
Ijóst, að frelsi einskis Bandaríkjamanns getur verið öruggt, ef
réttindi nokkurs Bandaríkjamanns eru skert með rangindum.
Hvorugur flokkurinn gerir neitt raunverulegt til að útrýma kyn-