Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 50
40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
boðskap Trumans forseta um ástand ríkisins [New Deal (=ný
skipting) nefndist framfarastefnuskrá Roosevelts. Þýð.] Demo-
krataflokkurinn hafði meirihluta þingmanna, samt var enginn mikil-
vægur hluti þessarar stefnuskrár lögleiddur. Eg er sannfærður um,
að sú stefnuskrá, sem Truman boðar á þessu kosningaári, mun
hljóta sömu örlög. Verði nokkur hluti hennar lögleiddur af Þjóð-
þinginu, verður það að þakka aðgerðuiu skipulagðra, óháðra fram-
faramanna, sem eru reiðubúnir að greiða atkvæði, — talandi það
mál, sem stjórnmálamenn skilja.
Mikill munur er á, að Franklín Roosevelt birti stefnuskrá og leiti
stuðnings fólksins við hana, — og á stefnuskráryfirlýsingu stjórn-
málamanns, sem trúir ekki á hana og vill ekki heyja barállu fyrir
henni. Franklín Roosevelt er horfinn héðan. Hið eina, sem komið
getur í stað hans, eru vel skipulögð stjórnmálasamtök sannra,
ósveigj anlegra framfaramanna.
Arið 1944 átti ég í stríði við spillingaklíkurnar og Suðurríkja-
afturhaldsseggina í Demokrataflokknum. Eg beið ósigur í þeirri
viðureign. Margir framfarasinnar hvöttu mig til að segja skilið við
flokkinn og stofna nýjan flokk. Þeir sögðu, að Roosevelt hefði
gengið á mála hjá afturhaldinu. Að sjálfsögðu hafði hann ekki gert
það. Hann hafði látið undan síga til samkomulags í því skyni að
tryggja friðinn eftir stríðið, — ætlaði sér að fá íhaldsmenn og jafn-
vel suma afturhaldsmenn til fylgis við þá stefnu sína að hafa sam-
vinnu við Rússland um að vinna stríðið og varðveita friðinn. Hann
vildi ekki krefjast þess, að ég yrði tilnefndur sem varaforsetaefni,
ef það yrði til þess að æsa upp fjandskap þeirra, sem mislíkaði
afstaða mín í efnahagsmálum innanlands, og voru andvígir áliti
mínu á atkvæðagreiðsluskattinum og öðrum málum.
Það er skrýtið, að- sumir þeir, sem mæltu með myndun nýs flokks
árið 1944 og voru fúsir til að hætta á sundrungu meðal stuðnings-
manna Roosevelts á meðan stríðið stóð sem hæst, eru nú andvígir
óháðu framboði í kosningunum. Ég hafnaði þessum ráðum alveg
hiklaust árið 1944, af því að Roosevelt sat við stýrið og tryggja
þurfti kosningu stórs hóps af framfarasinnuðum þjóðþingsmönnum.
Ég hélt þá, að vér mundum að lokum geta sigrað í baráttunni við
siðspillingar- og afturhaldsvöldin í Demokrataflokknum.