Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Qupperneq 51
HVERS VEGNA ÉG BÝÐ MIG FRAM
41
Ég var ekki orðinn alveg vonlaus, þegár ég hóf baráttu fyrir
kosningu framfarasinnaðra Demokrala, skömmu eftir að ég fór úr
ríkisstjórninni haustið 1946. Þetta fólk hefur mikla þýðingu núna.
IJað eru margir ágætir framfarasinnar innan vébanda Demokrata-
flokksins, -— fáeinir þjóðþingsmenn og hundruð starfsmanna og
embættismanna bæjar- og sveitarfélaga og einstakra ríkja. Ég held,
að öruggasta ráðið til að fá þá endurkosna sé að styðja viðleitni
þeirra með öflugum áróðri á grundvelli stórmálanna, en ekki póli-
tískrar hentisemi. Slík áróðursherferð mun vekja áhuga í milljón-
uin kjósenda, sem munu aftur á móti sitja heima, ef þeir eiga aðeins
um tvennt illl að velja í höfuðátökunum um forsetakjörið.
Tilgangsleysi þeirrar stefnu að greiða atkvæði sitt hinum skárra
af tveimur illum, kom greinilega í ljós í kosningabaráttunni 1946.
Stjórnmálanefnd CIO’s [hins róttæka verkalýðssambands Banda-
ríkjanna. Þýð.] laldi þá nauðsynlegt að fylgja þeirri stefnu. Þeir
lögðu fram fé og vinnu til stuðnings hinum „skárri". Yerulegur
hluti þessara „skárri“ frambjóðenda, sem hlutu kosningu, greiddu
síðar atkvæði með Taft-Hartley-lagafrumvarpinu [þrælalögunuin
gegn verkalýðssamtökunum. Þýð.].
Þeir sem tala um, að sumir frambjóðendur séu skárri en hinir,
virðast yfirleilt sammála um, að Demokratarnir séu hinir skárri.
Þeir játa, að við eigum um tvennt misillt að velja. Ég hef sjálfur
ekki getað sannfærzt um, að hægt sé að stuðla að farsæld banda-
rísku þjóðarinnar með því að greiða atkvæði með nokkru illu, —
á hvaða stigi sem er.
Kommúnistarnir
Margir þeirra vina minna, sem hafa stutt ákvörð-
un mína, héldu því áður fram, að hún væri hættuleg af því að
kommúnistarnir væru með henni. En ég hef aldrei haft trú á því
að hverfa frá rökstuddri afstöðu af því að svo vildi til, að hún hlyti
stuðning annarra, sem maður er mjög ósammála. Mér hefur oft
áður fyrr verið sagt, að ég ætti ekki að heyja baráttu móti atkvæða-
greiðsluskattinum af því að kommúnistarnir vildu afnám hans. Ég
hélt baráttunni áfram. Röksemdin er ónýt.
A síðastliðnu ári hef ég haldið fram utanríkismálastefnu, sem