Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 53
HVERS VEGNA ÉG BÝtí MIG ERAM
43
heyja baráttu fyrir hagsmunum fólksins og með almennri þátttöku
þess árið 1948.
Ef peningar til stjórnmálabaráttu koma frá stórlöxunum einum,
þá eru Bandaríkin orðin að því, sem Rússar segja að þau séu. Eg
neita þessari skoðun. Eg held, að fólkið geti enn látið lýðræðis-
skipulagið þrifast. Ég hef ekki áhyggjur af peningunum, því að ég
veit, að við munum fá milljónir dollara að gjöf frá húsmæðrum,
skrifstofustúlkum, menntamönnum, verkamönnum og trúnaðar-
mönnum á vinnustöðvum, og öðrum, sem munu vinna okkur með
áhuga, sem ekki verður keyptur fyrir mikið fé.
Vér munum þarfnast peninga og ég hugsa, að við fáum þá. Vér
munum ekki þarfnast stuðnings frá Wall Street og hernaðarsinna-
klíkunni, því að vér munum hafa höfuðmálin að hyrningarsteinum
haráttunnar. en ekki pólitíska hentisemi. Vér búumst við skömm-
um og vér munum standast þær um leið og vér minnumst skanim-
anna, sem ausið var yfir Jefferson. Jackson, Lincoln og fylgismenn
þeirra. Vér munum ekki láta óamerísku nefndina eða aðra róg-
burðarlistamenn trufla oss. Vér munum borfa vongóðir fram á
leið og treysta j>ví, að i nóvember muni bandaríska þjóðin láta til
sín taka í kosningunum. Þá mun allur heimurinn fá að vita, hversu
mikinn áhuga Bandaríkjamenn hafa á friði og öryggi.
Bjarni Einarsson íslenzkaði.