Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 57
J 0 H N H E R S E Y :
HIROSHIMA
( Niðurlag)
Tíunda ágúst írétti faðir Kleinsorge hjá einhverjum að dr. Fujii
hefði skaddazt og hefði að lokum komizt út í sumarbústað vinar
síns, Okuma að nafni, í þorpinu Fukawa, og hann spurði föður
Cieslik hvort hann vildi fara og athuga hvernig dr. Fujii liði. Faðir
Cieslik fór til Misasa-brautarstöðvarinnar fyrir utan Hiroshima, ók
í tuttugu mínútur með rafmagnslest og gekk síðan hálfan annan
klukkutíma í brennheitu sólskininu heim að húsi herra Okuma,
en það var við fjallsrætur hjá Ota-ánni. Hann kom að dr. Fujii
þar sem hann sat í morgunslopp í stól og var að leggja bakstra
við hrotna viðbeinið. Læknirinn sagði föður Cieslik að hann hefði
týnt gleraugunum sínum og að hann hefði óþægindi í augunum.
Hann sýndi prestinum miklar hláar og grænar rákir þar sem hjálk-
arnir höfðu marið hann. Hann bauð jesúítanum fyrst sígarettu og
síðan viský, þótt klukkan væri aðeins orðin ellefu að morgni. Faðir
Cieslik hélt að það myndi gleðja dr. Fujii ef hann þekktist hoðið,
svo að hann játaði því. Þjónn færði þeim Suntory viský, og jesú-
ítinn, læknirinn og húsráðandinn átlu skennntilegasta samtal. Herra
Okuma hafði átt heima á Havaii, og hann sagði frá ýmsu um
Bandaríkjamenn. Dr. Fujii minntist örlítið á sprenginguna. Hann
sagði að herra Okuma og hjúkrunarkona hefðu leitað í spítalarúst-
unum og komið aftur með lítinn peningaskáp sem hann hafði verið
búinn að flytja út í loftvarnarbyrgið. í honum voru ýmis lækn-
ingatæki, og dr. Fujii lét föður Cieslik fá nokkur skæri og sára-
tengur lianda forstöðumanninum. Faðir Cieslik var uppfullur af
einhverjum leynifréttum sem hann hafði náð í, en hann beið þar
til talið barst af sjálfu sér að hinni dularfullu sprengju. Þá sagðist
hann vita hvers konar sprengja þetta væri; hann hefði fengið