Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 58
48 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR leyndarmálið frá beztu heimildum — japönskum blaðamanni sem hafði litið inn í klaustrið. Sprengjan var alls engin sprengja; hún var eins konar fíngert magnesíuduft sem ein vél hafði dreift yfir alla borgina, og það sprakk þegar það komst í snertingu við raf- magnsleiðslur borgarinnar. „Það merkir,“ sagði dr. Fujii, gersain- lega sannfærður, af því að fréttirnar komu frá blaðamanni, „að það er aðeins hægt að kasta því yfir stórar borgir, og aðeins að degi til, þegar sporvagnar og þess háttar eru í gangi.“ Ellefta ágúst hafði herra Tanimoto unnið í fimm daga að að- hlynningu hinna særðu í garðinum, en þá hélt hann heim að prest- setri sínu og fór að róta þar í rústunum. Hann fann þar eitthvað af dagbókum og skýrslum, sem færðar höfðu verið í bækur, en þær voru aðeins sviðnar á röndunum, og hann hirti þær ásamt nokkru af eldunaráhöldum og leirílátum. Á meðan hann var að þessu, kom til hans stúlka, ungfrú Tanaka, og sagði honum, að föður sinn langaði til þess að sjá hann. Herra Tanimoto hafði ástæðu til að hata föður hennar, — fyrrverandi yfirmann við eitt eimskipafé- lagið, alræmdan fyrir eigingirni og grimmd, þrátt fyrir góðgerða- starfsemi sína, sem hann hélt mikið á lofti, — því að hann hafði aðeins nokkrum dögurn fyrir sprenginguna látið þau orð falla í margra áheyrn, að herra Tanimoto væri njósnari Bandaríkjamanna. Osjaldan hafði hann gert gys að kristindóminum og kallað bami ó-japanskan. Þegar sprengjan féll, hafði herra Tanaka verið á gangi á götunni fyrir framan útvarpsstöð borgarinnar. Hann fékk alvarleg brunasár, en gat þó gengið heim. Hann leitaði sér hælis í byrgi Grannafélags síns og reyndi að leita sér læknishjálpar þaðan. Vegna auðæfa sinna og alkunnra rausnargjafa bjóst hann við því, að allir læknar í Hiroshima myndu flykkjast til sín. En þegar enginn þeirra kom, lagði hann reiður í skapi af stað að leita þeirra. Studdur af dóttur sinni gekk hann frá einum einkaspítalan- um til annars, en allir voru þeir í rústum, svo að hann sneri aftur heim að byrginu og lagðist þar fyrir. Nú var hann orðinn mjög máttfarinn og sannfærður um að hann mundi deyja. Nú var hann feginn að þiggja hughreystingu livaða trúarbragða sem væri. Herra Tanimoto fór honum til hjálpar. Hann steig niður í byrgið,

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.