Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 61
HIROSHIMA
51
ganga mikið, alein aftur til Hiroshima, fyrst með rafmagnsvagni
að einu úthverfi borgarinnar, en fótgangandi þaðan. Alla vikuna í
klaustrinu hafði hún liaft áhyggjur af móður sinni, bróður og
eldri systur sinni, en þau áttu heima í þeim hluta borgarinnar, sem
nefndur var Fukuro, og auk þess fannst henni sem væri hún knúin
af einhverju seiðmagni, á sama liátt og faðir Kleinsorge. Hún komst
að raun um, að öll fjölskylda hennar var dáin. Hún fór aftur til
Kabe svo forviða og döpur af því sem hún hafði séð og heyrt í
borginni, að hún mátti ekki rnæla allt kvöldið.
I RAUÐAKROSS-spítalanum var svolítil regla að komast á. Þegar dr.
Sasaki kom aftur eftir hvíld sína, tók hann að flokka sjúklingana
(sem enn voru dreifðir um allt, jafnvel í stigunum). Starfsfólkið
sópaði smám saman út brotum og öðru rusli. Bezt var þó, að
hjúkrunarkonur og aðstoðarmenn voru farin að flytja út líkin.
Japönum er það miklu veigameiri siðferðileg skylda að ráðstafa
líkömum hinna dauðu með sómasamlegri líkhrennslu og skrínlagn-
ingu en viðeigandi umhyggja fyrir lifandi fólki. Aðstandendur
báru kennsl á flesta þá, er létust fyrsta daginn í og umhverfis spít-
alann. Á öðrum degi var upp tekin sú regla, að í hvert skipti, er
sjúklingur virtist vera að deyja, var miða með árituðu nafni hans
nælt utan á fötin. Sá flokkur, sem annaðist um líkin, bar þau út á autt
svæði fyrir utan spítalann, lagði þau á kesti hlaðna úr viði frá eyði-
lögðum húsum, hrenndi þau og lét dálítið af öskunni í umslög, sem
ætluð voru til að varðveita í framkallaðar röntgenplötur. Á umslögin
var ritað nafn hins látna, og þeim síðan raðað smekklega og virðulega
í stafla inni á aðalskrifstofunni. Eftir nokkra daga þöktu umslögin
heilan vegg í þessari hráðahirgðalíkgeymslu.
I kabe, að morgni 15. ágúst, heyrði hinn tíu ára gamli Toshio
Nakamura til flugvélar uppi í loftinu. Hann hljóp út fyrir og sá með
glöggu auga, að það var B-29. „Þarna fer herra B!“ hrópaði hann.
Einn af ættingjum hans kallaði út til hans: „Ertu ekki búinn að
fá nóg af herra B?“
Spurningin var einkennilega táknræn. Næstum á því sama augna-