Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 62
52 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR bliki heyrðist veik og döpur rödd Hirohitos, keisarans Tenno, sem talaði þá í fyrsta sinn í sögunni í útvarp: „Eftir vandlega íhugun hins almenna viðhorfs í heiminum og þeirra raunverulegu lífsskil- yrða, sem skapazt hafa í keisaradæmi voru, höfum vér ákveðið að leysa úr núverandi ástandi með því að grípa til óvenjulegrar ráð- sföfunar . ..“ Frú Nakamura var farin aftur til borgarinnar til þess að sækja dálítið af hrísgrjónum, sem hún hafði grafið niður í loftvarnarbyrgi Grannafélags síns. Þegar því var lokið, hélt hún aftur af stað til Kabe. í rafmagnsvagninum rakst hún af lilviljun á yngri systur sína, sem ekki hafði verið stödd í Hiroshima daginn sem sprenging- in varð. „Hefur þú heyrt fréttirnar?“ spurði systir hennar. „Hvaða fréttir?“ „Stríðinu er lokið.“ „Segðu ekki slíka vitleysu, systir.“ „En ég heyrði það sjálf í útvarpinu.“ Svo bætti hún við — hvísl- andi: „Það var rödd keisarans.“ „Ó,“ sagði frú Nakamura (meira þurfti hún ekki til þess að missa trúna á, að Japan hefði enn von um að vinna stríðið, þrátt fyrir kjarnorkusprenginguna), „úr því að svo er . . .“ Nokkru seinna lýsti herra Tanimoto atvikum þessa morguns þannig í bréfi til Bandarikjamanns: „Þegar stríðinu lauk gerðist það undur- samlegasta í allri sögu okkar. Keisari vor mælti sinni eigin röddu í útvarpinu og ávarpaði okkur, japanskan almúgann. 15. ágúst var okkur sagt, að mjög mikilsvarðandi tíðindum yrði útvarpað og að allir ættu á að hlýða. Ég fór því á járnbrautarstöðina í Hiroshima. Þar hafði verið komið fyrir gjallarhornum í rústum stöðvarinnar. Fjöldi borgara, sumir studdir af dætrum sínum, aðrir á hækjum eða með stafi, komu þar og hlustuðu á útvarpið, og þegar þeim skildist, að það væri rödd keisarans, hrópuðu þeir með tárvot augun: „Hvílík dásamleg blessun, að sjálfur Tenno skuli ávarpa okkur, og að við skulum fá að hlýða á rödd hans. Fyrir slika fórn megum við vel við una.“ Þegar þeir fengu að vita, að striðið væri á enda — þ. e. að Japanar hefðu beðið ósigur, urðu þeir auðvitað fyrir sárum vonbrigðum, en fóru að boði keisara sins stilltir í skapi

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.