Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 71
HIROSHIMA 61 spurðu hann spjörunum úr. Eitt dagblaðanna birti viðtal við hann. Læknirinn hans hristi höfuðið og sagði: „Það eru meiri duttlunga- kvillarnir, sem þessir kjarnorkusprengju-sjúklingar þjást af.“ FrÚ Nakamura og Myeko lágu báðar. Þær voru báðar enn veikar, og þó að frú Nakamura hefði óljósa hugmynd um, að veikindin stöfuðu af sprengjunni, var hún of fátæk til þess að geta leitað læknis og vissi því aldrei fyrir víst, hvað að þeim gekk. Án nokk- urrar lækningar, eingöngu vegna hvíldarinnar, fór þeim smátt og smátt að líða betur. Myeko missti nokkuð af hárinu, og hún var með örlítinn brunablett á handleggnum, sem greri ekki fyrr en eftir marga mánuði. Drengurinn, Toshio, og eldri telpan, Yaeko, virtust bæði vera við sæmilega heilsu, þó að þau hefðu einnig bæði haft dálítið hárlos og fengju öðru hvoru slæman höfuðverk. Toshio átti enn vanda til að fá martröð og þá alltaf í sambandi við hetjuna sína, Hideo Osaki, sem farizt hafði í sprengjunni. Herra Tanimoto lá á bakinu með háan hita og hafði áhyggjur af öllum þeim útförum, sem hann hefði nú þurft að sjá um vegna sóknarbarna sinna. Hann hélt í fyrstu, að þetta væri aðeins ofþreyta eftir allt erfiðið eftir sprenginguna, en þegar hitinn hélzt óbreyttur í nokkra daga, gerði hann boð eftir lækni. Læknirinn var of önnum kafinn til að hann gæti komið til hans, en sendi þangað hjúkrunarkonu, sem sá af einkennunum, að hann var með geisla- veiki á lágu stigi, og kom síðan til hans öðru hvoru og dældi í hann b-vítamíni. Búddhatrúar prestur, sem var kunnugur herra Tanimoto, heimsótti hann og ráðlagði honum að reyna gamalt japanskt læknisráð, sem sé að brenna blöð af moxajurt á slagæðinni innan á úlnliðnum, og sýndi honum, hvernig hann ætti að fara að því. Herra Tanimoto tók eftir því, að hitinn lækkaði svolítið í hvert sinn, er hann reyndi þessa aðferð. Hjúkrunarkonan hafði sagt honurn að eta sem mest, og tengdamóðir hans færði honum alltaf á nokkurra daga fresti grænmeti og fisk frá Tsuzu, tuttugu mílum þaðan, en þar átti hún heima. Hann lá mánuð í rúminu, en fór þá tíu tíma ferð í járnbrautarlest heim til föður síns í Shikoku. Þar hvíldi hann sig annan mánuð.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.