Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Blaðsíða 73
HIROSHIMA
63
mótstöðuviðbragð líkamans gagnvart veikindunum — eins og til
dæmis þegar fjöldi hvítu blóðkornanna varð ekki aðeins eðlilegur,
heldur fór langt upp fyrir það. Á þriðja stiginu létust margir sjúkl-
ingar af aukakvillum, svo sem eitrun í brjóstholinu. Flest brunasár
greru með djúpum, bleikrauðum örvef, sem nefndur er keloid.
Veikin var misjafnlega langvinn, allt eftir líkamsástandi sjúklings-
ins og hversu mikilli geislun hann hafði orðið fyrir. Sumir náðu sér
á einni viku, hjá öðrum dróst það mánuðum saman.
Eftir því sem einkennin lýstu sér, varð það greinilegt, að mörg-
um þeirra svipaði til afleiðinga of mikilla röntgengeisla, og lækn-
arnir höguðu meðferð sinni samkvæmt því. Þeir létu sjúklingana fá
lifrarmeðul, blóðgjafir og vítamín, einkum Bj. Skortur lyfja og
verkfæra hamlaði þeim. Læknum bandamanna, sem komu þarna
eftir uppgjöfina, gafst mjög vel að dæla í sjúklingana blóðvatni og
penicillíni. Þar eð blóðtruflanirnar voru aðalþáttur veikinnar þegar
lil lengdar lét, datt nokkrum japönskum læknum í hug skýring á
orsök þeirra einkenna, er seinna komu fram. Þeir álitu, að ef til
vill gerðu gamma-geislar, sem kæmusl inn í líkamann við spreng-
inguna, fosfórið í beinum sjúklingsins geislamagnað, og það gæfi
aftur frá sér beta-agnir, og þó að þær færu ekki langt í gegnum
kjöt, gætu þær komizt inn í merginn, þar sem blóðið er framleitt,
og smátt og smátt eytt honum. Hver svo sem uppruni veikinnar
kann að hafa verið, var það víst, að duttlungar hennar voru margir
óskiljanlegii' og erfiðir viðureignar. Ekki komu öll aðaleinkennin
fram hjá öllum sjúklingunum. Þeir sjúklingar, sem voru með sár
eftir leifturbruna, voru að mjög miklu leyti ónæmir fyrir geislunar-
veiki. Þeim, sem höfðu legið kyrrir nokkra daga, eða jafnvel aðeins
nokkra klukkutíma, var miklu síður hætt við að veikjast, en þeim,
sem höfðu hreyft sig mikið. Gráhært fólk fékk mjög sjaldan hárlos.
Og það var eins og náttúran væri að vernda manninn fyrir eigin
hugviti hans, nreð því að getnaðarmöguleikar hans voru rýrðir um
hríð, karlmenn urðu ófrjóir, kvenfólki Ieystist höfn, tíðir hættu.
TÍU DAGA eftir flóðið mikla hjó dr. Fujii í bóndabænum á fjallinu
upp af Ota. Þá frétti hann um falan einkaspítala i Kaitaichi, út-