Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 76
66 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR borgina. Skipulagsráðstefnan var því í vandræðum. þar eð hún gat ekki gert sér ljóst, hverja sérstaka þýðingu Hiroshima gæti haft, og sneri sér því að frekar ónákvæmum áætlunum um ýmsar menn- ingarframkvæmdir og gatnagerð. Hún lét gera uppdrætti af afar breiðum götum og var alvarlega að hugsa um að varðveita hið hálfhrunda vísinda- og iðnaðarsafn að verulegu Ieyti í því ásig- komulagi, er það nú var, sem minnisvarða um sprenginguna, og kalla það síðan Stofnun alþjóðlegrar vináttu. Hagfræðingar söfn- uðu öllum mögulegum upplýsingum um afleiðingar sprengingar- innar. Þeir skýrðu frá því, að 78150 manns hefði farizt, 13983 væri saknað og 37425 hefðu særzt. Enginn af stjórnendum borgarinnar lét sér til hugar koma, að tölur þessar væru nákvæmar — þó að Bandaríkjamenn viðurkenndu þær — og eftir því sem mánuðirnir liðu og fleiri og fleiri hundruð lika voru grafin upp úr rústunum, og þegar tala öskukrukknanna í Zempoji musterinu í Koi, sem eng- inn gerði tilkall til, komst upp í þúsundir, fóru hagfræðingarnir að segja, að að minnsta kosti hundrað þúsund manns hefðu látið lífið við sprenginguna. Af því að fjöldi fólks hafði dáið af ýmsum orsökum, var ómögulegt að áætla af nokkurri nákvæmni, hve marg- ir hefðu látizt af hverri orsök, en hagfræðingarnir gerðu ráð fyrir, að um tuttugu og fimm af hundraði hefðu dáið af bruna beint frá sprengjunni, um fimmtíu af hundraði af öðrum áverkum, og um tuttugu af hundraði af afleiðingum geislunaráhrifa. Tölur hagfræð- inganna um eignaskemmdir voru áreiðanlegri: Sextíu og tvö þús- und af níutíu þúsund byggingum eyðilagðar, og sex þúsund að auki svo mikið skemmdar, að ekki tók því að gera við þær. 1 miðbiki bæjarins fundu þeir aðeins fimm nýtizku byggingar, sem nothæfar voru án raeiri háttar viðgerða. Þessi lága tala var engan veginn afleiðing ótrausts byggingarlags Japana, því að það er staðreynd, að eftir jarðskjálftann 1923 hafa byggingareglur Japana krafizl þess, að burðarþol þaks hverrar stórrar byggingar sé minnst sjötíu pund á ferfetið, þar sem amerískar reglur gera vfirleitt ekki ráð fyrir nema fjörutíu punda burðarþoli. Vísindamenn flykktust inn í borgina. Sumir þeirra reiknuðu út aflið, sem þurfti til þess að færa til granítlegsteina í kirkjugörðun- um, til þess að velta um koll tuttugu og tveimur af fjörutíu og sjö
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.