Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 78
68 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR verja menn algerlega geislunarveiki. Þessar og aðrar upplýsingar, sem enn voru hernaðarlegt leyndarmál í Bandaríkjunum, létu vís- indamennirnir prenta og fjölrita og hefta saman í litla pésa. Banda- ríkjamönnum var kunnugt um þessa pésa, en að leita þá uppi og sjá til þess, að þeir kæmust ekki í rangar hendur, hefði kostað setu- liðsstjórnina gífurlega aukningu lögregluliðsins bara til þess arna. Satt að segja fannst japönsku vísindamönnunum frekar spaugilegar tilraunir sigurvegaranna til að halda leyndri klofningu atómsins. Seint í febrúar 1946 kom einn af vinum ungfrú Sasaki lil föður Kleinsorge og bað hann um að heimsækja hana á spítalanum. Hún var að verða æ meir hugsjúk og bölsýn og virtist hafa lítinn áhuga á að lifa. Faðir Kleinsorge heimsótti hana nokkrum sinnum. í fyrstu heimsókninni hélt liann uppi almennum samræðuin, dálítið hátið- legum og með samúðarvott í rómnum, en minntist ekki á trúmál. Það var ungfrú Sasaki sjálf, sem byrjaði að tala um þau i annað, skipti, er hann Ieit inn. Það leyndi sér ekki, að hún hafði áður átt samræður við kaþólskan mann. Hún spurði afdráttarlaust: „Ef guð yðar er svona vænn og góður, hvernig getur hann þá látið fólk kveljast svona?“ Og hún benti með hendinni eins og til að sýna honum visinn fótinn, hina sjúklingana í stofunni og allar hörmung- arnar í Hiroshima yfirleitt. „Barnið mitt,“ sagði faðir Kleinsorge, „maðurinn er ekki nú eins og guð ætlaði honum að vera. Hann hefur fallið úr náðinni fyrir syndina.“ Og hann héll áfram og gaf henni skýringar á ástæð- um allra hluta. Það barst frú Nakamura til eyrna, að smiður frá Kabe væri að byggja fjölmarga timburkofa í Hiroshima. sem liann leigði fyrir fimmtíu yen á mánuði — 3,33 dollara eftir hinu ákveðna gengi. Frú Nakamura var búin að glata skilríkjum sínum fyrir skuldabréfum og öðrum stríðstímásparnaði, en til allrar hamingju hafði hún skrifað hjá sér öll númerin rétt nokkrum dögum fyrir sprenginguna og hafði tekið blaðið með sér til Kabe. Þegar hár hennar var orðið það mikið, að henni fannst hún geta sýnt sig, fór hún því í við-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.