Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 79
i'IROSHIMA 69 skiptabanka sinn í Hiroshima, og þar sagði einn afgreiðslumaður- inn henni, að ef númerin kæmu heim við bækur bankans, mundi hún geta fengið peningana greidda. Strax eftir að hún fékk þá, fór hún og tók á leigu einn af kofunum smiðsins. Hann var í Nobori- cho, skannnt frá fyrra heimili hennar, og þó að gólfið væri óhreint og kofinn dimmur, var það að minnsta kosti heimili í Hiroshima, og hún þurfti ekki lengur að vera háð gustukum tengdafólksins. Um vorið bar hún hurtu rusl af lóðinni og bjó sér til matjurtagarð. Hún eldaði í pottum og pönnum og át af diskum, sem bún hirti úr ruslinu. Hún sendi Myeko á dagheimilið, sem jesúítarnir höfðu opnað á ný, og tvö eldri börnin gengu í Nobori-cho barnaskólann, sem var starfræktur undir berum himni vegna húsnæðisskorts. Toshio langaði til þess að verða vélasmiður, eins og hetjan hans, Hideo Osaki, hafði verið. Verðlagið var hátt. A miðju sumri var sparifé hennar þrotið. Hún seldi nokkuð af klæðnaði sínum, svo að hún gæti keypt mat. Einu sinni hafði hún átt nokkra verðmæta sloppa, en á stríðsárunum hafði einum þeirra verið stolið, annan hafði hún gefið systur sinni, sem varð heimilislaus í sprengjuárás á Tokuyama, tvo hafði hún misst í sprengingunni miklu í Hiroshima, og nú seldi hún þann síðasta. Fyrir hann fékk hún aðeins hundrað yen, sem entust ekki lengi. 1 júní fór hún til föður Kleinsorge til þess að leita ráða um hvernig hún ætti að komast af, og snemma í ágúst var hún enn að velta fyrir sér, hvorn kostinn af þeirn tveimur, sem hann hafði ráðlagt henni, hún ætti að velja — ráða sig til heimilisstarfa hjá einhverjum úr setuliðinu, eða fá léð nægilegt fé hjá skyldfólki sínu, kringum fimm hundruð yen, rúmlega þrjátíu dollara, til þess að láta gera við ryðguðu saumavélina og taka upp fyrri iðju sína og gerast saumakona. Þegar herra Tanimoto kom aftur frá Shikoku, breiddi hann tjald, sem hann átti, yfir þakið á húsinu, er hann hafði tekið á leigu í Ushida og var mikið skemmt. Það lak um þakið þrátt fyrir þetta, en hann hélt samt guðsþjónustur i rakri setstofunni. Hann var far- inn að hugsa um að afla sér fjár til viðgerða á kirkju sinni í borg- inni. Hann og faðir Kleinsorge urðu mestu mátar og hann hitli jesúítana oft. Hann öfundaði þá af auðlegð kirkju þeirra; þeir

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.