Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Qupperneq 80
70
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
virtust geta gert allt, sem þá langaði til. Hann átti ekkert nema sitl
eigið starfsþrek, og það var ekki hið sama og áður.
Jesúíta-félagið hafði verið fyrsta stofnunin, sem byggði sér til-
tölulega viðunandi timburhjall í rústum Hiroshima. Það var á með-
an faðir Kleinsorge var á spítalanum. Strax eftir að hann kom það-
an, fór hann að húa í hjallinum, og hann og annar prestur, faðir
Laderman, festu síðan kaup á þremur af hinum svonefndu .,brögg-
um“, sem borgarstjórnin seldi á sjö þúsund yen hvern. Þeir felldu
tvo saman á göflunum og gerðu úr þeim snotra kapellu. í jjeim
Jrriðja mötuðust þeir. Þegar efni varð fáanlegl, sömdu þeir við verk-
sala um smíði þriggja hæða trúboðshúss, nákvæmlega sams konar
og eyðilagzt hafði í brunanum. Þarna á svæði trúboðsins unnu
smiðirnir, söguðu við, ])lægðu borð, hjuggu til bita og tálguðu
fjölda trénagla og boruðu fyrir þeim. Loks var allt, sem í húsið
Jrurfti, fullunnið og lá þarna skipulega raðað í stöflum. Þá var tekið
til og húsið reist og sett saman á þremur dögum. Faðir Kleinsorge
átti bágt með, eins og dr. Fujii hafði gert ráð fyrir, að fara var-
lega og fá sér daglegan blund. Hann gekk daglega út í heim-
sóknir til japanskra trúbræðra og væntanlegra trúskiptinga. Eftir
Jjví sem mánuðirnir Iiðu, fór hann að verða þreyttari og þreyttari.
í júní las hann grein í Hiroshima-blaðinu Chugoku, þar sem þeir,
er lifað höfðu, voru varaðir við að vinna of mikið — en hvað gat
hann gert? Þegar kom fram í júlí, var hann orðinn útslitinn, og
snemma í ágúst, hér um bil nákvæmlega ári eftir sprenginguna, fór
hann aftur á Kaþólska alþjóðaspítalann til mánaðar hvildar.
HvORT sem nú svör föður Kleinsorges við spurningum ungfrú Sas-
aki um lífið voru endanlegur og heilagur sannleiki eða ekki, virt-
ust J)au hafa haft töluverð áhrif á lifsþrótt hennar. Dr. Sasaki veitti
])ví eftirtekt og óskaði prestinum til hamingju með árangurinn. U)n
miðjan apríl var hitinn og tala hvítu blóðkornanna orðin eðlileg
og ígerðin farin að minnka. Þann tuttugasta kom næstum enginn
gröftur úr sárinu, og þann dag staulaðist hún á hækjum í fyrsta
sinn um ganginn. Fimm dögum síðar var sárið farið að gróa, og
síðasta dag mánaðarins fékk hún að fara af spítalanum.