Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 86
UMSAGNIR UM BÆKUR Halldór Kiljan Laxness: ATÓMSTÖÐIN. — Helgafell. Rvík 1948. Ný bók eftir Halldór Kiljan Laxness hefnr lengi verið viðburður í heiini íslenzkra bókmennta. Allt frá ]>ví að Vefarinn mikli frá Kasmír barst í hendnr íslenzkra lesenda liafa þeir nauðugir viljugir orðið að taka afstöðu til þessa óstýriláta skálds sem aldrei hefur haldið sig á troðnum brautum, heldur jafn- an komið lesendum sínum á óvart með hverri nýrri bók. Enginn íslenzkur höf- undur hefur verið annað eins þrætuepli, og er þarflaust að rifja upp þá sögu. Nú er þó svo komið að enginn þorir lengur í alvöru að bera brigður á stíl- snilld Halldórs eða listgildi bóka hans. Svo kynlega hefur að vísu borið við, að uin þessa síðustn bók hefur einn annars velgreindur maður látið þá skoðun í ljósi á prenti að Halldór kunni ekki íslenzku — að því er virðist frekast af því að hann hafi ekki lært bana i menntaskóla - - en slík ummæli verða ekki heim- færð til annars en afleiðinga geðvonzku sem ekkert á skylt við bókmennta- gagnrýni. Annað merki um svipaða geðvonzku kom fram í aðgerðum þeirra tveggja nefndarntanna sem nýlega sviptu Halldór listamannastyrk. Að vísu hafa þeir með þessari ráðstöfun unnið sér fastari sess í íslenzkri bókmennta- sögu en ella mundi, en varla er ætlandi að sá bafi verið tilgangur þeirra. Hvað er það þá í þessari nýju bók Halldórs sem hefur komið mönnum til að hlaupa svona út undan sér? Efni bókarinnar er hvorki stórbrotið né nýstárlegt á ytra borði. Ung stúlka, Ugla dóttir Utigangshrossafals í Eystridal í Skagafirði, kemur til Reykjavík- ur til þess að læra að spila á orgel; liún ætlar sem sé að spila á kirkjuorgelið heima, þegar þessir þrír bændur sem eftir eru af tólf í dalnum eru búnir að koma kirkjunni upp. Ugla ræður sig í vist hjá alþingismanni kjördæmis síns Búa Árland, doktor í hagfræði, eiganda fyrirtækisins Snorra-Eddu, miljónungi og mági forsætisráðherrans. Orgelspilið lærir hún hjá heimspekingi og organ- ista sem býr í húsi harla ólíku visthúsi Uglu. Uppistaða bókarinnar eru ævin- týri Uglu í þessum tveimur húsum um veturinn og kynni hennar af fólkinu í þeim og í kringum þau, enn fremur sumarvist hennar í dalnum þar sem hún elur barn sitt sem henni hafði áskotnazt um veturinn. En Halldór Kiljan Laxness væri ekki sá sem hann er ef honum hefði ekki orðið allt annað og miklu meira úr þessari uppistöðu en þessi ófullkomni út- dráttur gefur hugmynd um. Atómstöðin er ekki natúralistisk lýsing á æviferli ungrar stúlku í eitt ár; hún er heldur ekki sálfræðileg greining á viðbrögðunt

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.