Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Síða 87
UMSAGNIR UM BÆKUR 77 þessarar ungu stúlku gegn þeim sundurleitu áhrifum sem hún verður fyrir í höfuðstaðnum. Bókin er framar öllu spegilmynd samtíðar okkar allra eins og hún kemur höfundi fyrir sjónir; mynd sem er málnð sterkum litum nú- tímalistar, í tækni sinni í ætt við kvikmynd: atburðunum ekki lýst í óslitinni röð, heldur í meitluðum svipmyndum sem gæða persónurnar holdi og blóði og fellast smátt og smátt sarnan í heildarmynd af þjóðfélagi, af sérstöku menningarástandi. Tækni Halldórs er orðin svo mikil að honum tekst að ná þessum áhrifum með ótrúlega einföldum hætti; með örfáum en Ijóslifandi persónum skapar hann mannleg samskipti, atvik og viðburði, sem við könn- umst við eða getum hugsað okkur, en um leið lætur hann lesandann renna grun í hin dýpri rök sem eru hulin undir yfirborði atburðanna, í það sam- hengi mannlegs félags sem er undirrót hegðunar okkar og viðbragða. Unga stúlkan með nafni vizkufuglsins er ímynd óspilltrar alþýðu, þeirrar alþýðu sem er það sem hún vinnur sjálf, seni þráir að verða að manni, kunna eitthvað, geta eitthvað sjálf, eins og Ugla kemst að orði. Hún hefur sitt brjóst- vit, sína eðlisávísun, sem segir henni hvar í flokki hún skuli standa; hún hefur jarðsamhand, eins og Búi Árland er látinn segja. Baksvið hennar er dalurinn sem er að fara í eyði, afdalafólkið af ætt Bjarts í Suntarhúsum, mennirnir sem lifa eins og í álögum, lifa og ala upp börn sín, þótt sannað verði með reikningslist að það sé ekki hægt. Andspænis henni stendur Búi Árland, fulltrúi hins glæsilegasta í borgarmenningunni, fallegur, gáfaður, . menntaður, stórríkur og voldugur. En glæsileiki lians er eins og kölkuð gröf; hann var „of lángmóður af sólbreyskju góðra daga til að hafa áhugamál, of mentaður til þess það biti á hann nokkur ásökun, áleit mannlífið innantóman skopleik, og þó öllu heldur slys; og leiddist.1' Ilann hefur misst trúna á það skipulag sem hann á stöðu sína að þakka, trúna á sjálfan sig og framtíð mannkynsins. Hann er „skilorðsbundinn á móti kommúnisma", en efast þó ekki um að liann sigri, og hefur því ekkert við það að athuga að Ugla hallist að þessari stefnu. Hann svíkur meira að segja fjokk sinn í smámáli henni til þægðar, því að í henni liefur þessi heimsmaður eygt þá björgun eina sem ef til vill gæti frelsað líf lians, sem er orðið honum einskis nýtt. Tilgangsleysi borgaralegrar menningar í sinni afskræmislegustu mynd kemur fram í börn- nm þessa glæsimennis, og afskipti Uglu af þeim eru einhverjir beztu kaflar bókarinnar, í senn beisk skopmynd og átakanlegur barmleikur. Líf Uglu í höfuðborginni sveiflast milli tveggja skauta: lúxusheimilis Búa Árlands og húss organistans. Andstæðurnar milli þessara húsa og fólksins í þeim notar Halldór af mikilli kontrapunktiskri snilld. Organistinn og Búi Árland eru skólabræður, en organistinn liefur notað gáfur sínar til þess að göfga og fullkomna persónuleika sinn. unz liann er orðinn heimspekingur „ofar guði og mönnum", sem skilur öll vandamál og skoðar þau frá sjónar- hóli eilffðarinnar. Hann trúir þrátt fyrir allt á framtíð mannkynsins: „En til er ein hnggun og hún er sú að maðnrinn getur aldrei vaxið frá nauðsyn þess að lifa í hagkvæmu samfélagi. Það er alveg sama
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.