Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 89
UMSAGNIR UM BÆKUR
79
köllunina, feimnu lögreglunni sem endaði í steininum. Hann á sér uppreisnar
von, af því að honum tókst ekki að fylgja leikreglum skipulagsins, en lenti
skökkum megin við þær.
Sagt hefur verið um þessa bók að hún hafi ekki áróðursgildi, sé jafnvel
andpólitísk (hvað svo sem átt er við með því). Satt er það að pappír er
þolinmóður og orðin teygjanleg. Listaverk sem lýsir þjóðfélagsástandi frá
ákveðnu sjónarmiði hefur alltaf áróðursgildi, og enginn þarf að fara í graf-
götur um sjónarmið Halldórs. Og því meira listaverk sem bókin er, því sterk-
ari verða áhrif hennar, og þegar tii lengdar lætur er heildin meira virði en
þeir kaflar bókarinnar þar sem kalla má að vikið sé beint að deilumálum
dagsins. Halldór kemur þar víða við að vanda — kannski fullvíða — og situr
sig ekki úr færi að höggva til beggja handa. Þar mun margur þykjast eiga
um sárt að binda, en þó einkum þeir sem skilja hver er megintilgangur hókar-
innar og sjá að hún er bein árás á sjálfan lífsgrundvöll þeirra. Engan skyldi
því undra þótt ýmsum sé annt um að reyna að hefnast á skáldinu og grípi
lil aðgerða sem ef til vill eru skiljanlegar, en ekki verða taldar að sama skapi
viturlegar. í þessu felst ástæðan til þeirra viðbragða sent lýst var hér í upp-
liafi og svarið við þeirri spurningu sent þar var kastað fram.
Slík geðvonzkuviðbrögð eru öruggt tákn þess að höfundurinn hefur hitt í
mark. Flest blöð höfuðstaðarins hafa að þessu tekið þann kost að þegja um
bókina. og hverfa nteð því aftur að þeirri baráttuaðferð gegn höfundinum
sem þrautreynd er að árangursleysi fyrir löngu. Hvað sem hver segir eða
segir ekki hefiir þessi bók þegar verið keypl og lesin meir en flestar aðrar
bækur íslenzkar, enda á hún það fyllilega skilið. Menn ntega hara ekki gera
það að aðalatriði að leita uppi fyrirmyndir að persónum bókarinnar og við-
hurðuni, en í það var eytt miklu hugviti fyrstu dagana eftir að bókin kom út.
Auðvitað er auðvelt að benda á einstök atriði sem Halldór hefur tekið beint
úr viðburðum ársins 1945—46 og fyrirmyndir að vissum dráttum í persónum
hókarinnar. En slík hafa vinnubriigð Halldórs alltaf verið, persónur þessarar
bókar lifa sínu eigin lífi engu síður en í öðrum bókum bans.
Islenzk tunga er orðin svo auðsveipt verkfæri í höndum Halldórs að manni
finnst hann geta gerl allt sem honum dettur í hug. Sparsemi hans og linit-
miðun í orðavali er með þeim afbrigðum að vegna þess eins er full ástæða og
nauðsyn til að lesa þessa bók oft, því að margt fer fram hjá manni við
fyrsta lestur. Bókin er öll sindrandi af fyndni, ljóslifandi samtölum og til-
svörum, meitluðum setninguni með dýpt og hrynjandi orðskviða. Og innan um
glitra perlur ljóðrænna lýsinga sem standa jafnfætis því bezta sem Halldór
hefur skrifað hingað til. Vinnubrögðum höfundar verður ekki betur lýst en
með orðum organistans: „Það er einkenni inikillar listar að þeim sem ekkert
kann finst hann gæti húið þetta til sjálfur -- ef hann væri nógu heimskur.“
J. B.