Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Qupperneq 90

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Qupperneq 90
80 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ólajur Jóh. Sigurðsson: LITBRIGÐI JARÐAR- INNAR. — Sami: SPEGLAR OG FIÐRILDI. — Helgafell. Rvík 1947. Þessar tvær bækur hefðu eins vel getað verið ein, því að Litbrigði jarðar- innar er a mörkunura milli smásögu og skáldsögu — verður frekast talin löng smásaga. Að því leyti hefði hún getað fylgzt með smásögunum sex sem safnað er saman undir titlinum Speglar og fiðrildi. Réttlæting þess að hún er gefin út í sérstakri hók liggur framar öllu í því að hún ber langt af hinum smá- sögunum. Hún er efalaust bezta og heilsteyptasta saga Olafs fram að þessu, saga þar sem Ijóðrænn frásagnarháttur hans nytur sín til fulls, án þess að verða of margorður eða langdreginn. Efni sögunnar er lítið og margnotað: fyrsta ást sveitaunglings, fyrstu heisku vonbrigðin og sigurinn á þeim sem gerir unglinginn að manni. En sjálfur söguþráðurinn, athurðirnir, eru ekki aðalatriði, heldur ljóðræna frásagnar- innar, litur hennar og blær. Hamingjudraumum piltsins og sálarkvölum, þangað til liann uppgötvar að hann er aðeins leikfang, er lýst af frábærum skilningi og nærfærni, en undir allri frásögninni leynist einhvers konar góð- látlegur húmor sem forðar henni frá allri tilfinningasemi og slepju. Og litbrigði jarðarinnar fléttast inn í sálarástand sveitapiltsins í stuttnm en ljós- lifandi náttúrulýsingum. Mál og stíll bókarinnar er svo vandað að jiar sést hvorki á blettur né lirukka. Þarna er livorki of né van, meðferð höfundarins á þessu litla en algilda efni er heilsteypt listaverk. Smásögurnar, Speglar og fiðrildi, bæta ekki miklii nýju við það sem áðnr var vitað nm 0. J. S. í þeirri grein. Beztar eru þær sögnr þar sem ljóðrænn frásagnarháttur höfundar fær að njóta sín til fulls, eins og í sögunum Myndin í speglinum og Níunda hljómkviðan og lilindi drengurinn. Fyrri sagan er einhver hezta lýsing á áhrifum mikillar tónlistar sem skrifuð hefur verið á íslenzku, og þó að margl hafi verið vel skrifað um níundu hljómkviðu Beet- hovens, þarf 0. J. S. ekki að bera kinnroða fyrir sinn skerf í þeim hópi. Aftur á móti sýna aðrar sögur í þessu safni að höfundur ræður ekki að sama skapi við beiskju og ádeilu. Sögurnar frá hernámsáninum missa marks að verulegu leyti, ekki vegna þess að einlæga vandlætingu og hneykslun skorti, lieldur af hinu að höfundi hefur ekki tekizt að finna þessum tilfinningúm listrænl form sem kveiki sömu kenndir í huga lesandans. Einkum á þetta við lengstu sög- una, Vér höfðingjarnir. O. J. S. hefur sýnt svo mikla liæfileika í því sem hann hefur bezt gert að hann verður að sætta sig við að lesendur geri til hans miklar kröfur, meiri kröfur enn til flestra annarra íslenzkra höfunda. Bækur hans bera með sér að hér er á ferðinni höfundur sem enn hefur ekki tekið á öllu því sem hann á til, á enn ónotaða mikla fjársjóði skáldskapar og hugmyndaflugs. En slfkt er ömggasta vaxtarmerki hvers höfundar og vænlegast til frekari afreka. J. B.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.