Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1948, Side 92
 Bók sem á erindi til okkar flestra DAVID HAROLD FINK: Hvíldu þig - hvíld er góð AUt of margir hafa komizt úr jafnvægi á ýmsan hátt á þessum síðustu og verstu tímum, misst starfsgleði sína og lífsánægju, eru þreyttir, önugir, taugaóstyrkir og illa fyrir kallaðir. Höfundur þessarar bókar, sem er kunn- ur amerískur taugalæknir, hefur sett sér það markmið að rétta öllu þessu fólki hjálparhönd til þess að komast á réttan kjöl, kenna því aðferðir til að losna við taugatruflanir sem eru undirrót margvíslegra sjúkdómsein- kenna, andlegra og líkamlegra. Bókin er leiðarvísir til andlegrar heilbrigði, kennsla í einföldum og hagnýtum aðferðum til hvíldar og slökunar, leið- beining í því að líta hlutlaust á vandamál sjálfs sín. Ilún er skrifuð af þekkingu og mannviti, en framar öllu er hún uppörvun þeim sem við erf- iðleika eiga að stríða, hjálp til aukinnar sjálfsþekkingar, uppspretta nýs lífsþors. — Verð 35 kr. innb. Ný heimskautabók Ljós yfir norðurslóð eftir TICHON SEMÚSJKÍN Þessi bók er saga eins fyrsta menningarleiðangursins til Síberíu, saga um baráttu við erfiða náttúru og hættur heimskautalandanna, baráttu við hjá- trú og tortryggni frumbyggjanna. En að lokum fer æskulýðurinn að skilja boðbera nýja tímans og hjálpar hinum eldri áleiðis til aukinna þæginda og betri lífskjara. — Ljós yfir norðurslóð er bók sem ungir og gamlir lesa sér til ánægju og fróðleiks. Hún sameinar kosti ferðabókar og menn- ingarsögu. — Verð 23 kr. ób., 30 kr. í rexínbandi. Aðeins fá eintök óseld. Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 19 . Sími 5055 ________________________________________________________' PRENTSMIÐJAN HÓLAR H-F

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.