Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Síða 11
TÍMARIT
MÁLS OG MENNIXGAR
RITSTJÓRAR:
Kristinn E. Andrésson og Jakob Benediktsson
Marz 1949 1. hefti
Þetta hefti Tímaritsins er helgað eingöngu þjóðvarnarmáli íslendinga. Nokkrir
œttjarðarvinir kveðja sér enn hljóðs, á tólftu stundu, til að vara þjóðina við þeim
háska sem búinn er nú lífi hennar og menningu.
Svonefnt varnarbandalag atlantshafsríkja er í smíðum, nærri fullhamrað. Það
þykir ekki stofnhæft nema ísland sé með. Gerir það landfræðileg lega þess, mik-
ilvæg í hemaði. Hér á að gera virki, mikil og öflug, þaðan er hefja megi árásir
á þjóðir Evrópu. Hér eiga að vera flugstöðvar, herskipalægi og hergagnabúr.
Agimd Bandaríkjastjómar á Islandi hefur eigi linnt síðan 1945. Þá krafðist
hún þriggja herstöðva til 99 ára, þorði þó ekki annað vegna mótmæla þjóðarinnar
en slaka á kröfum sínum — í bili. Þrjátíu og tveir alþingismenn er brugðust
trúnaði íslendinga og eiðstaf sjálfra sín bera sök á því að Bandaríkin komu máli
sínu að verulegu leyti fram, fengu flugstöð í Keflavík til 61/-; árs og héldu föstu
tangarhaldi á landinu. Það gerðist hinn minnistæða dag, 5. okt. 1946. Með þeim
degi hófst ógæfa íslands.
Með atlantshafssáttmálanum er ekki verið að krefjast þriggja herstöðva, heldur
landsins alls, ekki verið lengur að biðja um ákveðnar stöðvar, heldur eiga íslend-
ingar að gerast sjálfir hernaðarþjóð, ísland að verða aðili í ófriði stórvelda, eitt
peðið fyrir framan kónginn, eitt af útvirkjunum sem á að fóma í næstu árásar-
styrjöld auðvaldsins. Eftir að ísland hefði gerzt aðili að slíkum sáttmála er ekki
á valdi íslenzkrar ríkisstjórnar að ráða yfir landi vom, heldur lyti það erlendri
yfirherstjóm.
Allt mun gert til að villa þjóðinni sýn um raunverulegt innihald þessa sáttmála.
Hann er sagður til vemdar og öryggis en er hvorugt. Hann er vafinn í blekkingar,
gerðar vitandi vits. Algert bann hefur verið í útvarpi og blöðum tveggja stjómar-
flokka (og hins þriðja til hálfs) við hverri rödd er dirfzt hefur að andmæla því
að ísland gerist hemaðaraðili og víki frá hlutleysisstefnu sinni, og mótmæli félaga
og funda til alþingis hafa ekki fengizt flutt í þingfréttum útvarpsins. Frjáls
fréttaflutningur er ekki lengur til í landinu. Við liggjum gersamlega undir ein-
ldiða brezkum og amerískum áróðri.
Þjóðinni á ekki að gefast neinn tími til að átta sig. Hún verður ekki spurð
hvort henni líkar samningurinn betur eða verr. Eftir fregnum að vestan hefur
Bandaríkjastjóm mælt svo fyrir að alþingi íslendinga skuli hafa samþykkt hann
1