Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 12
2 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fyrir næstu mánaðamót. Ríkisstjómin mun hafa heitið því og einnig undirskrift íslands undir sáttmálann 4. aprfl n.k. Árið 1945 er vér gáfum út tímaritshefti eins og nú til að vara við bandarískri ásælni tókum vér fram að vér vantreystum ekki ríkisstjórn íslands né alþingi. Nú er því ekki lengur að fagna. Ólán íslands sem fleiri landa er að hafa á jafn hættulegum tímum ríkisstjórn sem lætur sér sýnilega um annað meira annt en hagsmuni íslendinga, virðist líta á sig sem undirtyllu Bandaríkjanna og dansar eftir þeirra pípu, en hefur gefizt upp við öll vandamál heima fyrir og er gleggst dæmi er hún hleypur hálf til Ameríku frá togaraflotanum öllum bundnum við iandfestar. Er ekki að sjá að hún hafi átt önnur áhugamál undanfarna mánuði en hvemig hún ætti að véla þjóð sína og blekkja til að gerast aðili í undirbún- ingi hernaðar. Vér munum ekki heyra af vörum þessarar ríkisstjórnar satt orð um innihald sátt- málans. Vér munum ekki orð fá að heyra um þá sérsamninga er á eftir fara. Þeir ráðherrar sem utan var stefnt munu þykjast koma aftur sem frelsandi englar. Utanríkisráðherra hefur látið hafa eftir sér vestra að hér verði ekki herstöðvar á friðartíma. Hér er augljóslega vikið frá sannleikanum. Bandaríkin hafa þegar herstöð á íslandi og fara ekki leynt með. Og fleiri munu á eftir fara, ef sáttmál- inn yrði samþykktur. Aðrar skýringar á sáttmálanum munu verða eftir þessu. En hverjum heilskyggnum manni er ekki minna vit ætlandi en sjá í gegnum þessar blekkingar. Atlantshafssáttmálinn er ófriðarsáttmáli en ekki friðar. Hann felur í sér allar hættur en ekkert öryggi. Hver alþingismaður sem greiðir honum atkvæði veit ekki nema hann sé um leið að undirrita dauðadóm sinnar eigin þjóðar. Þennan sáttmála ber ekki að gera. Það ber að hindra með öllum ráðum að þessi sáttmáli verði gerður. Kr. E. A. * Næsta hefti Tímaritsins sem er þegar í prentun flytur grein um Þórberg Þórð- arson sextugan eftir Hallbjörn Halldórsson, „Litla samantekt um útilegumenn", þriggja arka ritgerð, eftir Halldór Kiljan Laxness, kvæði eftir Snorra Hjartarson og Stein Steinarr, ritgerð um nóbelsverðlaunaskáldið T. S. Eliot eftir Kr. E. A., ritgerðir um harmleik Spánar og Grikklands, aðra eftir Sverri Kristjánsson, hina þýdda úr frönsku af Jóni Óskar, ýmsar bókafregnir o. fl. Nokkrir höfundar sem komust ekki að með greinar sínar í þetta hefti, vegna þess hve prentun varð að hraða, rita um þjóðvarnarmálið í næsta tímarit. Meðal þeirra eru Magnús Ásgeirsson skáld, Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur og Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur. Ritstj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.